- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Teitur Örn lét til sín taka og uppskar bronsverðlaun

Teitur Örn Einarsson er leikmaður Flensburg. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Teitur Örn Einarsson lét til sína taka þegar lið hans, Flensburg-Handewitt, vann Lemgo, 28:23, í leiknum um bronsverðlaunin í þýsku bikarkeppninni í handknattleik í Lanxess-Arena í Köln í dag.


Eftir að hafa verið lítt áberandi í undanúrslitaleiknum gegn Rhein-Neckar Löwen í gær lét Teitur Örn hendur standa fram úr ermum í dag. Hann skoraði fimm mörk með þrumuskotum, átti þrjár stoðsendingar og var einu sinni vísað af leikvelli. Selfyssingurinn skotfasti var markahæsti leikmaður Flensburg ásamt hinum útsjónarsama Svía, Jim Gottfridsson. Lukas Hutecek var markahæstur hjá Lemgo með sex mörk.


Danski landsliðsmarkvörðurinn Kevin Møller var í þrumustuði í marki Flensburg. Hann varði alls 16 skot, ríflega 41%.

Leikmenn Flensburg voru ekki lengi að hrista af sér vonbrigðin vegna tapsins fyrir Rhein-Neckar Löwen í undanúrslitum í gær. Þeir tóku fljótlega öll völd í leiknum við Lemgo og höfðu m.a. sex marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 17:11. Í síðari hálfleik var haldið í horfinu svo sigurinn var aldrei í hættu.

Síðar í dag mætast SC Magdeburg og Rhein-Neckar Löwen í úrslitaleik bikarkeppninnar. Íslenskir landsliðsmenn leika með báðum liðum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -