- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þegar allt smellur saman erum við eins og góð maskína

Róbert Aron Hostert leikur nú með Val en var með ÍBV í Turda 2018. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Þessi leikur þróaðist bara í þessa átt eftir að það var stál í stál í upphafi. Okkur tókst að nýta tækifærið og ganga á lagið þegar tækifæri gafst. Fyrst og fremst fannst mér það bera vott um góðan karakter hjá okkur að halda því,“ sagði Róbert Aron Hostert leikmaður Vals í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir öruggan sigur Vals á Haukum, 31:25, í áttundu umferð Olísdeildar karla í handknattleik.

Valur var mest tíu mörkum yfir og náði með sigrinum þriggja stiga forskoti í efsta sæti deildarinnar, alltént um stundarsakir.


„Við náðum að þétta varnarleikinn mjög vel í síðari hálfleik. Bjöggi hrökk í gang í markinu. Þegar þetta tvennt vinnur saman þá erum við eins og góð maskína,“ sagði Róbert Aron ennfremur um yfirburði Vals í seinni hálfleik í samtali við gamla refinn, Lúther Gestsson, sem var útsendari handbolta.is á leiknum í Origohöllinni.

„Ofan á annað þá rúllaði sóknarleikur okkar mjög vel. Við fengum fullt af góðum færum en tókst reyndar ekki alltaf vel til við að nýta þau. Við verðum að fara yfir það mál.“

Tekur tíma að ná bata

Róbert Aron segir að mikil breidd sér í leikmannahópnum. Ekki veiti af því að Valsliðið leikur mjög hraðann handknattleik sem taki sinn toll frá leikmönnum.

Róbert Aron er jafnt og þétt eftir glímuna við brjósklos í hálsi sem hélt honum frá keppni svo mánuðum saman á þessu ári.

„Meiðslin eru ekki alveg horfin. Ég þarf að vinna í þeim og halda áfram að styrkja mig og bæta. Það getur tekið langan tíma að ná fullum bata. Mér hefur gengið vel fram til þessa, er á réttri leið,“ sagði Róbert Aron Hostert i samtali við handbolta.is í gærkvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -