„Þetta er flottur viðburður sem mikið er í lagt,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals sem vonast eftir að N1-höll félagsins verði troðfull af áhorfendum þegar Valur mætir CS Minaur Baia Mare í undanúrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla klukkan 19.30 í kvöld.
„Það gefur mikið að það sé fullt af fólki á leiknum. Við þurfum á því að halda. Það gefur góða orku að fá stuðning frá Valsfólki og allri hreyfingunni,“ segir Óskar Bjarni ennfremur.
Óskar hefur einu sinni áður verið í þeim sporum sem þjálfari Vals að vera með liðið í undanúrslitum Evrópubikarkeppninnar.
„Þetta er bara veisla. Ég bjóst ekki við því þegar maður datt út í undanúrslitum 2017 að maður fengi aftur að standa í þessum sporum. Þetta er heiður og forréttindi.“
Miðasala á Stubb.is – smellið hér.
Hægt er að hlusta og horfa á viðtalið við Óskar Bjarna í myndskeiðinu efst í fréttinni.
Sjá einnig:
Átta lið í undanúrslitum – frá Val, Þrótti, Víkingi, FH, Haukum og ÍBV
Endurtekur Valur leikinn frá 1980?
Evrópukvöld á Hlíðarenda eru mjög skemmtileg
Þeir eru góðir og við erum það líka