Þórey Anna Ásgeirsdóttir átti stórleik fyrir Val þegar liðið vann Selfoss örugglega í Origohöllinni í dag í upphafsleik níundu umferðar Olísdeildar kvenna. Þórey Anna skorað 14 mörk í 15 skotum og geigaði aðeins á einu vítakasti. Valur er áfram efstur og ósigraður í deildinni með 18 stig. Selfoss situr í næst neðsta sæti með fjögur stig.
Valur var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Mestur varð munurinn fimm mörk í síðari hálfleik, 15:10. Þegar hálfleikurinn var úti hafði Valsliðið fjögurra marka forskot, 18:14.
Framan af síðari hálfleik tókst Selfossliðinu að halda í horfinu en eftir að Roberta Stropé fékk þriðju brottvísun á elleftu mínútu fjaraði leikur liðsins jafnt og þétt út. Ekki bætti úr skák að Sara Sif Helgadóttir varði vel í marki Vals. Munurinn jókst jafnt og þétt allt þar til 12 mörkum munaði þegar leiktímanum var lokið.
Thea Imani Sturludóttir, leikmaður Vals, fékk högg á andlitið á 38. mínútu og kom lítið við sögu eftir það.
Þótt mest hafi farið fyrir Þóreyju Önnu við markaskorun hjá Val þá skoruðu 11 leikmenn liðsins a.m.k. eitt mark í leiknum sem segir talsvert um góða breidd í hópnum.
Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 14/7, Sara Dögg Hjaltadóttir 3, Morgan Marie Þorkelsdóttir 3, Lilja Ágústsdóttir 3, Mariam Eradze 3, Thea Imani Sturludóttir 3, Karlotta Óskarsdóttir 2, Elín Rósa Magnúsdóttir 1, Sigríður Hauksdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Hanna Karen Ólafsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 10/1 – Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 1.
Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 8, Roberta Stropé 4, Rakel Guðjónsdóttir 4, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 3, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 3, Kristín Una Hólmarsdóttir 1.
Varin skot: Cornelia Hermansson 8, Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 2, Áslaug Ýr Bragadóttir 2.
Staðan í Olísdeild kvenna: (uppfærð eftir alla leiki dagsins).
Valur | 9 | 9 | 0 | 0 | 272 – 206 | 18 |
Stjarnan | 8 | 7 | 0 | 1 | 245 – 187 | 14 |
ÍBV | 8 | 6 | 0 | 2 | 218 – 202 | 12 |
Fram | 9 | 5 | 0 | 4 | 248 – 211 | 10 |
Haukar | 9 | 3 | 0 | 6 | 246 – 258 | 6 |
KA/Þór | 9 | 2 | 0 | 7 | 217 – 251 | 4 |
Selfoss | 9 | 2 | 0 | 7 | 238 – 274 | 4 |
HK | 9 | 1 | 0 | 8 | 200 – 295 | 2 |