U19 ára landslið kvenna fylgdi eftir sigrum U17 og U15 ára með því að leggja U19 ára landslið Færeyinga í þriðja vináttuleikuleik landsliða þjóðanna í Færeyjum í dag, 29:26. Liðin mætast öðru sinni í Vestmanna á morgun. Leikir U19 ára landsliðanna er hluti í undirbúningi beggja fyrir Evrópumótið í næstu viku.
Færeyska liðið var með tveggja marka forskot í hálfleik, 12:10. Íslenska liðið var öflugra í síðari hálfleik og var lengst af með eins til tveggja marka forskot eftir að því tókst að komast yfir snemma í síðari hálfleik.
Mörk Íslands: Elín Klara Þorkelsdóttir 5, Elísa Elíasdóttir 4, Embla Steindórsdóttir 4, Katrín Anna Ásmundsdóttir 4, Lilja Ágústsdóttir 3, Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 2, Hildur Lilja Jónsdóttir 1, Inga Dís Jóhannsdóttir 1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1, Valgerður Arnalds 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 9, Elísa Helga Sigurðardóttir 7.
Sigurmark á síðustu sekúndu við Streymin
U15 ára liðið stóðst öll áhlaup og vann