- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tilfinning mín er sú að við séum að réttri leið

Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson þjálfarar landsliðsins við hlíðarlínuna í öðru af tveimur leikjunum við Grikki á dögunum. Mynd/Paris Sarrikostas
- Auglýsing -

„Ég er nokkuð ánægður með vikuna með strákunum. Hún var á svipuðum nótum og ég bjóst við. Það var gott að hitta strákana, ná æfingum, funda með þeim og spjalla við hvern og einn,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari karla í samtali við handbolta.is um æfinga- og leikjavikuna með landsliðinu í Aþenu í síðustu viku.


„Vináttuleikir við Grikki segja ekki nákvæmlega um það hvar við stöndum. Þótt maður hefði sannarlega vilja mæta sterkari andstæðingi þá fékk ég margt út úr leikjunum, bæði hluti sem ég var ánægður með og annað sem var ekki eins gott. Því miður var á stundum alltof mikið af því sama og var upp á teningnum á Evrópumótinu, of margir tæknifeilar og mörg glötuð marktækifæri,“ sagði Snorri Steinn sem kom heim seint á sunnudagskvöldið og settist strax við í gærkvöld við að greina leikina tvo við Grikki sem unnust örugglega, 33:22, og 32:25, á föstudag og laugardag. Einnig er Snorri Steinn farinn að huga að leikjunum við Eistlendinga í umspili um HM-sæti sem fram fara í maí.

Verðum að gera betur

„Ég hef ekki dregið fjöður yfir það í samtölum mínum við drengina að við verðum fækka tæknifeilum og nýta betur opin færi þegar kemur að alvöru leikjum. Það segir sig sjálft,“ sagði Snorri Steinn.

Að sama skapi skynja ég að það er hugur í strákunum. Þeir eru svekktir með EM í janúar. Fyrsta skrefið til þess að gera betur á næsta stórmóti er að vinna sér sæti á mótið með alvöru frammistöðu í leikjunum við Eistlendinga í maí

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjáfari

Leikir eru mikilvægir

Hvað sem öllum umræðum kemur varðandi leikina við Grikki eða ekki þá segir Snorri Steinn það hafa mjög mikilvægt fyrir sig og leikmenn að ná viku saman við æfingar. „Vináttuleikir eru alltaf landsleikir,“ sagði Snorri Steinn sem gefur lítið fyrir gagnsemi þess að landsliðið hefði átt að koma saman hér landi og leika svokallaða pressuleiki eins og einhverjum hefur dottið í hug í fúlustu alvöru.

Árangur næst ekki nema með vinnu og þess vegna er nauðsynlegt að nýta öll þau tækifæri sem gefist til þess að hóa landsliði saman til æfinga og landsleikja.

Stuttur fyrirvari

Næst kemur landsliðið saman mánudaginn 6. maí, tveimur dögum fyrir fyrri viðureignina við Eistlendinga í umspili um sæti á HM. Vegna leikja nokkurra leikmanna ytra á sunnudeginum er ljóst að einhverjir úr hópnum munu ekki ná nema einni æfingu fyrir leikinn.

Heldur áfram að móta stefnuna

„Ég nýtti stærstan hluta beggja leikjanna í lykilmenn því ég er ennþá á þeirri leið að móta línu sem ég vil vinna eftir með liðið. Tilfinning mín er sú að við séum á réttri leið en sennilega fæst ekki staðfesting á því fyrr en á hólminn er komið í mótleikjum undir pressu eða á stórmótum. Að sama skapi skynja ég að það er hugur í strákunum. Þeir eru svekktir með EM í janúar. Fyrsta skrefið til þess að gera betur á næsta stórmóti er að vinna sér sæti á mótið með alvöru frammistöðu í leikjunum við Eistlendinga í maí,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik í samtali við handbolta.is.

Ljóst hvaða þjóðir mætast í HM-umspili í maí

Eistlendingar verða andstæðingar í HM-umspili

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -