- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tryggvi Garðar er væntanlegur út á völlinn hvað úr hverju

Tryggvi Garðar Jónsson reynir að stöðva Skarphéðin Ívar Einarsson þáverandi leikmann KA í leik Fram og KA á síðustu leiktíð. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Tryggvi Garðar Jónsson er bjartsýnn um að fá grænt ljós til að vera í leikmannahópi Fram í næsta leik liðsins í Olísdeild karla í handknattleik. Hann sagði við handbolta.is eftir leik Fram við Hauka á föstudaginn að hann hafi jafnað sig fullkomlega eftir hásinarslit í lok febrúar. Annað væri alltént ekki að finna. Tryggvi Garðar hefur æft með Fram-liðinu síðustu vikur og jafnt og þétt aukið álagið.

Tryggvi Garðar sem er hávaxin hægri handar skytta gekk til liðs við Fram frá Val sumarið 2023. Önnur hásin hans slitnaði í viðureign Fram og Selfoss í Lambhagahöllinni 22. febrúar. Grunur leikur á að ein ástæða slitsins sé sú að Tryggva Garðari hafi skrikað fótur á auglýsingu á gólfi keppnishallarinnar.

Á síðasta tímabili skoraði Tryggvi Garðar 51 mark í þeim 16 leikjum sem hann náði með Fram-liðinu í Olísdeildinni.

Fram-liðið er á mikilli siglingu þessa dagana og hefur unnið þrjá leiki í röð, síðast Hauka, 37:34, á föstudagskvöld. Fyrir vikið situr Fram í öðru sæti Olísdeildar. Næsta viðureign Framara verður gegn nágrönnum sínum í Aftureldingu að Varmá á fimmtudaginn.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Olísdeild karla – fréttir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -