Tryggvi Sigurberg Traustason hefur samið við handknattleiksdeild Umf. Selfoss til tveggja ára.
Tryggvi Sigurberg, sem er leikstjórnandi, var í veigamiklu hlutverki í meistaraflokksliði Selfoss á liðnum vetri og var meðal annars valinn sóknarmaður ársins á lokahófi handknattleiksdeildarinnar á vordögum. Hann skoraði 58 mörk í 22 leikjum í Olísdeildinni.
„Það verður gaman að fylgjast með Tryggva í ungu og spennandi liði meistaraflokks karla í Grill 66 deildinni á komandi tímabili,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Umf. Selfoss sem hefur undanfarna daga gengið frá samningum við leikmenn beggja meistaraflokksliða félagsins.
Sjá einnig:
Sölvi tekur slaginn með Umf. Selfoss í Grill 66-deildinni
Jason Dagur skrifar undir tveggja ára samning
Landsliðkonan framlengir samning sinn við nýliðana
Elínborg Katla verður með Selfossi í Olísdeildinni