- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir eftir úr HM-hópnum 2011 en þrír frá 2013

Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson eru þrautreyndir þegar kemur að þátttöku á HM. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Tveir leikmenn í HM-hópnum sem Guðmundur Þórður Guðmundsson valdi á föstudaginn hafa ekki ekki áður verið í lokahóp íslenska landsliðsins á heimsmeistaramóti. Þetta eru Elvar Ásgeirsson, Ribe-Esbjerg, og Hákon Daði Styrmisson, hornamaður Gummersbach. Sá síðarnefndi hefur ekki áður farið á stórmót A-landsliða. Elvar þreytti hinsvegar frumraun sína á EM í upphafi þessa árs.

Meiddist rétt fyrir EM

  • Sautján af leikmönnum 19 sem valdir voru á Þorláksmessu voru einnig í EM-hópnum í Ungverjalandi í janúar. Aðeins Óðinn Þór og Hákon Daði voru ekki með þar. Hákon var reyndar valinn í keppnishópinn en sleit krossband undir lok síðasta árs og kom þar af leiðandi ekki til greina. Í hans stað var Orri Freyr Þorkelsson kallaður inn í hópinn.
Óðinn Þór Ríkharðsson tekur þátt í HM í annað sinn á ferlinum. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
  • Hákon Daði hefur tekið þátt í tveimur landsleikjum á árinu, gegn Ísrael og Eistlandi í undankeppni EM í október.
Hákon Daði Styrmisson í landsleik við Ísrael á Ásvöllum í október. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Kallaður inn á lokasprettinn

  • Óðinn Þór hefur leikið tvo leiki á heimsmeistaramóti. Hann var kallaðurinn í hópinn á HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku þegar Arnór Þór Gunnarsson meiddist í leik við Þjóðverja í Köln. Óðinn Þór tók þátt í síðustu tveimur leikjunum, gegn Frakklandi, 22:31, og Brasilíu, 29:32.
Þórsararnir Arnór Þór Gunnarsson t.v. og Oddur Gretarsson voru með á HM fyrir tveimur árum. Mynd/Ívar


Fimmtán leikmenn af nítján leikmönnum sem valdir voru í HM-hópinn að þessu sinni voru einnig í HM-hópnum sem fór til Egyptalands fyrir tveimur árum. Þá voru 20 leikmenn í hópnum. Þeir fimm þá voru hópnum þá en er ekki með núna eru: Alexander Petersson, Arnór Þór Gunnarsson, Kári Kristján Kristjánsson, Magnús Óli Magnússon og Oddur Gretarsson.

Sex af átján

  • Á HM 2019 fór Guðmundur Þórður með 17 leikmenn auk þess sem hann kallaði Óðinn Þór inn í hópinn vegna meiðsla og eins rakið er að ofan. Sex leikmenn HM-hópnum 2019 eru ekki með að þessu sinni. Þeir eru: Arnór Þór Gunnarsson, Daníel Þór Ingason, Haukur Þrastarson, Ólafur Gústafsson, Stefán Rafn Sigurmannsson og Teitur Örn Einarsson.
Ólafur Andrés Guðmundsson á EM í janúar sl. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Fimm úr hópnum frá 2017

  • Aðeins fimm leikmenn eru eftir úr hópnum sem tók þátt í HM 2017 í Frakklandi undir stjórn Geirs Sveinssonar. Fimm menningarnir eru: Arnar Freyr Arnarsson, Bjarki Már Elísson, Björgvin Páll Gústavsson, Janus Daði Smárason, Ólafur Andrés Guðmudsson og Ómar Ingi Magnússon.

HM 2011

  • Ef litið er aftur til HM 2015 þá eru eru aðeins tveir úr þeim hópi með í HM hópnum undir stjórn Arons Kristjánssonar átta árum síðar, Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson. Þeir voru einnig í HM-hópnum 2013 auk Ólafs Andrésar Guðmundssonar sem var ekki inni í myndinni 2015 ekki fremur en 2011 þegar Björgvin Páll og Aron voru ekki einnig með í íslenska hópnum.

Fara þarf aftur til 2007

  • Fara þarf aftur til landsliðsins HM 2007 í Þýskalandi til þess að sjá ekkert nafn út núverandi landsliðshópi. Reyndar var Guðmundur Þórður landsliðsþjálfari í hlutverki aðstoðarþjálfara 2007 og starfaði með Alfreð Gíslasyni sem þjálfaði íslenska landsliðið. Alfreð er núna landsliðsþjálfari Þýskalands.
Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari landsliðs karla. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

27. stórmót þjálfarans

  • HM 2023 verður sjötta heimsmeistararmótið frá 2001 sem Guðmundur Þórður er landsliðsþjálfari Íslands. Framundan er hans 27. stórmót í handknattleik, annað hvort sem leikmaður eða þjálfari. Guðmundur Þórður tók þátt í sínu fyrsta stórmóti sem leikmaður íslenska landsliðsins í B-heimsmeistarakeppninni í Frakklandi 1981. Björgvin Páll Gústavsson, aldursforseti landsliðsins í dag, kom í heiminn fjórum árum síðar.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -