- Auglýsing -
Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, verður í riðli með Svíþjóð, Póllandi og Úkraínu á Evrópumótinu sem fram fer í Celje í Slóveníu frá 10. til 21. júlí í sumar.
Dregið var í riðla fyrir mótið í dag en það verður það fyrsta í þessum aldursflokki eftir að ákveðið var að fjölga þátttökuliðum úr 16 í 24 til samræmis við það sem gerist hjá A-landsliðum karla og kvenna.
Ísland var í öðrum styrkleikaflokki af fjórum og var dregið næst síðast upp af liðunum. Áður en dregið var úr 2. flokki fengu heimamenn að velja riðil. Þeir kusu að taka sæti í E-riðli.
Riðlaskiptingin:
A-riðill: | B-riðill: | C-riðill: |
Króatía | Þýskaland | Spánn |
Svartfjallaland | Portúgal | Færeyjar |
Austurríki | Serbía | Frakkland |
N-Makedónía | Grikkland | Sviss |
D-riðill: | E-riðill: | F-riðill: |
Ungverjaland | Danmörk | Svíþjóð |
Noregur | Slóvenía | Ísland |
Tékkland | Ítalía | Pólland |
Rúmenía | Ísrael | Úkraína |
U18EM karla: Ísland í riðli með heimaliðinu, Færeyingum og Ítölum
- Auglýsing -