- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ungir Valsmenn á sterku boðsmóti í Veszprém

Piltarnir úr Vals sem hrepptu bronsverðlaun á Balaton Cup í dag. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Piltarnir í 4. flokki Vals í handbolta, fæddir 2008, hefja keppni í dag á Balaton cup-mótinu sem fram fer í Veszprém í Ungverjalandi. Um er að ræða boðsmót með átta sterkum félagsliðum er boðin þátttaka. Þeim hefur verið skipt upp í tvo fjögurra liða riðla. Um er ræða heiður og mikla reynslu fyrir piltana. Mótið er haldið í 32. sinn.

Barcelona, Veszprém, Haslum verða með Val í riðli en í hinum eru Füsche Berlin, Zagreb, NEKA og GOG.

Valsarar æfðu í höllinni í gær og leika við norska liðið Haslum í fyrstu umferð mótsins í dag.

Hægt verður að fylgjast með útsendingum frá leikjum mótsins í gegum youtube. Hlekkur hér.

Um að ræða nánast sama lið hjá og hafnaði í öðru sæti á Partille Cup-mótinu í sumar í flokki 15 ára pilta.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -