- Auglýsing -
- Auglýsing -

Úrslitahelgin: Vinnur Vipers þriðja árið í röð?

Leikmenn Vipers Kristiansand fagna sigri í Meistaradeild Evrópu fyrir ári. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Undanúrslitaleikir Meistaradeildar kvenna í handknattleik fara fram í dag MVM Dome höllinni í Búdapest. Í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildar kvenna eru tvö félög frá sama landinu þátttakendur í Final4 úrslitahelginni. Um er að ræða ungversku félögin Györ og FTC. Györ býr yfir meiri reynslu í þessari keppni en þetta er í sjöunda sinn sem lið félagsins tekur þátt. FTC er hins vegar með í fyrsta sinn.

Fyrri undanúrslitaleikurinn verður á milli ríkjandi meistara í Vipers Kristiansand og Györ. Vipers hefur unnið keppnina síðast liðin tvö ár. Györ hefur fjórum sinnum sigrað í keppninni.

Seinni undanúrslitaleikurinn stendur á milli nýliðanna í FTC og Esbjerg sem mætir annað árið í röð til leiks í undanúrslitum. Hvorugu liðinu hefur tekist að vinna keppnina til þessa.

Györ – Vipers | Laugardagur kl. 13.15 | Beint á EHFTV

  • Lið sömu félaga áttust við í úrslitaleiknum á síðustu leiktíð. Vipers hafði betur, 33 – 31.
  • Vipers getur orðið annað félagið í sögu Meistaradeildarinnar til þess að lyfta bikarnum eftirsótta þrjú ár í röð. Aðeins Györ hefur tekist það.
  • Ríkjandi meistarar eru með bestu sóknarnýtinguna í Meistaradeildinni. Liðið hefur skorað 32,9 mörk að meðaltali í leik. Á sama tíma hefur Györ bestu vörnina en liðið hefur aðeins fengið á sig 25,1 mark að jafnaði í leik.
  • Norska liðið hefur unnið sjö leiki í röð í Meistaradeildinni og getur jafnað sinn besta árangur ef það vinnur báða leikina um helgina.
  • Györ hefur besta sigurhlutfallið af öllum liðum þegar kemur að Final 4. Lið félagsins hefur unnið 11 af 14 leikjum.
  • Vipers og Györ hafa unnið Meistaradeild kvenna samtals sex sinnum á þeim átta árum sem Final 4 hefur farið fram.
  • Liðin hafa mæst tíu sinnum í Meistaradeildinni. Györ hefur unnið sjö sinnum, Vipers þrisvar.

FTC – Esbjerg | Laugardagur kl. 16 | Beint á EHFTV

  • FTC er fjórtánda félagið til þess að taka þátt í Final 4 úrslitahelginni.
  • Ungverska liðið hefur tapað flestum leikjum í riðlakeppninni af liðunum fjórum sem eftir eru í keppnini. Töpin eru sjö.
  • Esbjerg tekur þátt í Final 4 í annað sinn í röð. Liðið tapaði báðum viðureignum á síðasta ári og hafnaði í fjórða sæti.
  • Danska liðið hefur nú sigrað í 21 leik í röð í öllum keppnum. Síðasti tapleikur var gegn Györ í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í febrúar.
  • Henny Reistad leikmaður Esbjerg er markahæst í Meistaradeildinni á leiktíðinni með 130 mörk. Reistad vantar aðeins 10 mörk til að verða markahæsti leikmaðurinn í sögu Final 4 úrslitahelgarinnar.
  • Þessi lið hafa mæst sex sinnum á síðustu þremur árum. Esbjerg hefur sigrað þrisvar sinnum, FTC tvisvar. Einu sinni hefur orðið jafntefli.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -