- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur úr leik eftir tap í Serbíu

Leikmenn Vals ráða ráðum sínum í fyrri viðureigninni í Serbíu. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Valur er úr leik í annarri umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik eftir sex marka tap, 24-30, gegn ZRK Bekament. Liðin mættust öðru sinni í Serbíu í dag. ZRK Bekament vann einvígið samanlagt 59-52 en fyrri leikur liðanna, sem fór fram í gær, endaði með eins marks sigri serbneska liðsins 29-28.

ZRK Bekament náði yfirhöndinni snemma leiks í dag og leiddi mest allan fyrri hálfleikinn með 1-2 mörkum að jafnaði. Staðan eftir fyrri hálfleik var 14-16, ZRK Bekament í vil. Í seinni hálfleik bætti serbneska liðið enn frekar í og gekk Valsliðinu illa að stöðva sóknarleik þess. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var munurinn fimm mörk, 19-24, og fór mest í sjö mörk, 26-19 á tímapunkti. Valskonum tókst aðeins að saxa niður forskotið og munaði fjórum mörkum á liðunum þegar fimm mínútur voru eftir, 23-27. Þær rauðklæddu komust þó ekki nær ZRK Bekament, sem sigraði að lokum eins og áður segir, með sex marka mun, 24-30.

Markahæst hjá Val í dag var Thea Imani Sturludóttir með sjö mörk. Lilja Ágústsdóttir skoraði fimm mörk, Elín Rósa Magnúsdóttir fjögur og Auður Gestsdóttir þrjú. Þá skoruðu þær Ragnhildur Edda Þórðardóttir, Morgan Maire Þorkelsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Ída Margrét Stefánsdóttir og Mariam Eradze eitt mark hver.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -