- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Við hlökkum til að mæta Ungverjum

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari segir eftirvæntingu ríkja innan íslenska landsliðshópsins fyrir leikinum við Ungverja á laugardaginn. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

„Við hlökkum til þess að mæta Ungverjum. Verkefnið er erfitt og krefjandi eins og vera ber þegar um er að ræða umspilsleiki fyrir HM. Við ætlum okkur að gera vel. Halda áfram að bæta okkar en um leið leita eftir atriðum í leik Ungverja sem við getum nýtt. En fyrst og fremst einbeitum við okkur að því að halda áfram bæta okkur leik,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik í samtali við handbolta.is.

Arnar er önnum kafinn þessa dagana ásamt leikmönnum landsliðsins að búa sig undir leikina tvo við Ungverjaland í umspili um sæti á HM. Fyrri viðureignin verður á Ásvöllum á laugardaginn klukkan 16. Ókeypis aðgangur er inn á leikinn í boði í Icelandair.

Síðari leikurinn verður ytra

Síðari viðureignin fer fram í Érd í Ungverjalandi á miðvikudaginn í næstu viku. Samanlagður sigurvegari leikjanna tveggja öðlast keppnisrétt á HM sem haldið verður í desember í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Tólf ár eru síðan íslenska landsliðið tók þátt í heimsmeistaramóti.

Landsliðið valið fyrir leikina mikilvægu við Ungverja

Fullt hús áhorfenda – góð úrslit

„Okkar markmið er að ná fram góðum úrslitum hér heima í fullri keppnishöllinni á Ásvöllum Á því leikur enginn vafi,“ sagði Arnar.

Landsliðið hefur tekið framfaraskref undir hans stjórn og var til að mynda og ekki fjarri því að komast inn á EM á síðasta ári. Liðið færist sífellt nær takmarki sínu um að komast inn á stórmót.

Hildigunnur Einarsdóttir, Hafdís Renötudóttir, Steinunn Björnsdóttir og fleiri landsliðskonur á æfingu í vikunni. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson


Arnar segir ungverska landsliðshópinn vera í góðri þróun. Að uppistöðu til er liðið skipað leikmönnum sem fyrir nokkrum árum skipuðu U18 til U20 ára landsliðið en Ungverjar hafa unnið heims- og Evrópumót yngri landsliða árum saman. „Verið er að setja saman sterkt landslið sem ætlast er til að verði í allra fremstu röð á næstu árum,“ sagði Arnar sem hefur farið afar vel yfir andstæðinginn.

Höldum okkar striki

„Það var alltaf vitað að við myndum mæta hörkuliði í umspilinu fyrir HM. Við höfum beðið eftir þessum leikjum síðustu vikur og mánuði. Síðustu leikir okkar hafa verið gegn liðum þar sem við höfum fyrirfram verið talin sterkari. Nú reynir enn meira á okkur þegar andstæðingurinn verður sterkari að halda áfram að bæta í og taka framfaraskref,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik í samtali við handbolta.is.

Ókeypis aðgangur er á leikinn á Ásvöllum á laugardaginn í boði Icelandair. Það er tekið fram hér þótt auglýsingastofan sem vinnur fyrir Icelandair hafi ekki minnsta áhuga á að kaupa auglýsingu af handbolti.is og sér ekki einu sinni fært að láta svo lítið að svara óskum þar um.

Vaskur hópur fylgir Ungverjum til Íslands

Ungverska landsliðið hafnaði í 11. sæti á EM sem fram fór í nóvember 2022. Úrslit leikja Ungverja á mótinu:
Ungverjaland - Sviss 33:28.
Króatía - Ungverjaland 21:18.
Noregur - Ungverjaland 32:22.
Ungverjaland - Danmörk 27:29.
Ungverjaland - Svíþjóð 25:30.
Ungverjaland - Slóvenía 29:25.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -