„Ég er fyrst fremst ánægður með að vera kominn áfram í átta liða úrslit,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari karlaliðs FH í samtali við handbolta.is eftir sigur liðsins á ÍR í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins í handknattleik karla í Skógarseli í gærkvöld, 38:25.
„Okkur tókst að nýta leikinn til þess að rúlla vel á hópnum. Allir skiluðu þokkalega sínu hlutverki,“ sagði Sigursteinn sem bætti við að hann tæki því sem höndum ber þegar dregið verður í átta liða úrslit Poweradebikarsins.
„Ég vil að sjálfsögðu fá heimaleik,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari FH.
Tengt efni:
Þrjú lið kræktu í sæti átta liða úrslitum
Vorum inni í leiknum allt til loka
Vil að sjálfsögðu fá heimaleik
Stoltur yfir að komast áfram í átta liða úrslit