- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Yfirlýsing frá HK vegna leiks Harðar og HK 2

- Auglýsing -



Í kjölfar umfjöllunar Harðar í fjölmiðlum og niðurstöðu mótanefndar HSÍ í máli Harðar og HK 2 er varðar leik liðanna sem fara átti fram á Ísafirði þriðjudaginn 26. nóvember kl. 19:30 viljum við koma eftirfarandi á framfæri til handboltahreyfingarinnar.


Það ætti að vera öllum ljóst að í flestum tilfellum eru þjálfarar í handbolta og ef víðar er leitað í fullu starfi samhliða þjálfarastarfi. Því er enn mikilvægara að huga að ferðalögum
út á land tímanlega, líkt og við gerðum með ósk um breytingu á leikdegi þann 6. september síðastliðinn. Það er öllum ljóst að mótanefnd vinnur eftir ákveðnum reglum þegar kemur að leikjum aðalliðs og varaliðs sama félags s.s að leikir þessara liða skulu ekki fara fram sama dag. Því miður tókst ekki að leysa þjálfaramál liðsins í tæka tíð fyrir leik liðanna þann 26. nóvember og því ekki annað í stöðunni en að gefa leikinn. Það er miður að stórt og öflugt félag eins og HK hafi ekki náð að finna þjálfara á umræddan leik og eitthvað sem við munum skoða innanhúss til framtíðar.

Það kemur skýrt fram í samskiptum okkar við forsvarsmenn Harðar að það hafi verið fullur vilji til að spila leikinn og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að sammælast um nýjan leiktíma hafi forsvarsmenn Harðar neitað að skoða aðra möguleika en daga sem sannarlega sköruðust á við aðallið félagsins og bikarumferð HSÍ. Við teljum okkur hafa haft hag hreyfingarinnar í fyrirrúmi með því að hafa verið samvinnufús og heiðarleg í okkar samskiptum. Við erum auk þess sammála forsvarsmönnum Harðar að ekki hafi talist skynsamlegt að spila leikinn beint ofan í lokaprófum í háskóla.

Enn og aftur lýsum við því yfir að það er og hefur alltaf verið okkar vilji að fara vestur og spila umræddan leik. Við höfum frá upphafi viljað vanda til verka í svörum okkar og treystum mótanefnd alfarið til að rýna í málið frá grunni með rétta tímalínu til hliðsjónar, byggða á staðreyndum.

Með vinsemd,
f.h. HK,
Arnór Ásgeirsson.
Íþrótta- og markaðsstjóri.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -