- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: December, 2020

Íslendingaliði bjargað frá gjaldþroti

Handknattleiksliðinu Aarhus United sem landsliðskonan Thea Imani Sturludóttir leikur með í dönsku úrvalsdeildinni hefur verið bjargað frá gjaldþroti. Það kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag. Ný stjórn félagsins tók við síðla hausts og hefur...

Nokkrir dagar í Danmörku hafa valdið pólskiptum

Gríðarlegur áhugi hefur vaknað á meðal almennings í Króatíu fyrir kvennalandsliðinu í handbolta eftir frábæran árangur þess á EM kvenna sem nú stendur yfir í Danmörku. Fátt er um annað talað í landinu um þessar mundir en liðið sem...

Góður jólabónus til norska liðsins fyrir sigur á EM

Leikmenn norska kvennalandsliðsins fá góðan jólabónus ef þeir verða Evrópumeistarar í handknattleik á sunnudaginn. Hver leikmaður fær þá í sinn hlut 120.000 norskar krónu, jafnvirði um 1.750.000 íslenskra króna frá norska handknattleikssambandinu. Fjórðungur upphæðarinnar er sérstaklega fyrir...

Jacobsen velur liðið sem á að verja titilinn í Egyptalandi

Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari heimsmeistara Dana í handknattleik karla, hefur valið þá 20 leikmenn sem hann ætlar að tefla fram í titilvörninni á HM í Egyptalandi í næsta mánuði.Einn nýliði er í hópnum, Nikolaj Læsø leikmaður dönsku meistaranna Aalborg Håndbold....

Festir sig hjá ÍR til 2023

Handknattleiksmaðurinn Gunnar Valdimar Johnsen hefur framlengt saming sinn við handknattleiksdeild ÍR fram til ársins 2022. Fyrri samningur hans var til ársins 2022 en hefur nú semsagt verið lengdur um eitt ár. Gunnar Valdimar, er 23 ára gamall, og kom...

EM: Staðreyndirnar liggja fyrir

Nú þegar nálgast lokin á Evrópumótinu í handknattleik kvenna og 42 leikjum af 47 er aðeins eitt lið taplaust, það norska. En ásamt þeim norsku eru tveir af fyrrverandi meisturum, Frakkar og Danir, og nýliðar, Króatía, í undanúrslitum....

Molakaffi: Fer ekki til Barcelona, sigur hjá Arnóri, tap hjá Arnari og Jeppsson úr leik

Danski handknattleiksmarkvörðurinn Emil Nielsen gengur ekki til liðs við Barcelona á næsta sumri eins vonir stóðu til. Nielsen ætlar að leika með Nantes í Frakklandi út samningstíma sinn vorið 2022. Viðræður um kaup Barcelona á markverðinum hafa siglt í...

Varnarleikur sat á hakanum

Varnarleikur var látinn lönd og leið þegar Alingsås, með Aron Dag Pálsson innan sinna raða, fékk næst neðsta lið sænsku úrvalsdeildarinnar, Varenberg í heimsókn í kvöld. Mörkin urðu alls 72 áður áður en flautað var til leiksloka. Þar af...

Áttundi sigurinn í röð í höfn

PAUC-Aix, liðið sem Kristján Örn Kristjánsson, Donni, leikur með vann í kvöld sinn áttunda leik í röð í frönsku úrvalsdeildinni í handknattleik er það tók á móti Kiril Lazarov og félögum í Nantes, lokatölur, 31:29. PAUC-liðið hefur farið á...

Á sigurbraut á nýjan leik

Eftir að hafa tapað um síðustu helgi þá lögðu Sandra Erlingsdóttir og samherjar í EH Aalborg síður en svo árar í bát. Þær hertu róðurinn og uppskáru öruggan sigur á útvelli í kvöld þegar þær sóttu TMS Ringsted heim....
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Elías Már hefur samið við félagslið í Stafangri

Elías Már Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Ryger Håndball í Stafangri. Liðið lék í næst efstu deild karla...
- Auglýsing -