Monthly Archives: December, 2020
Efst á baugi
Donni á eitt af mörkum umferðarinnar – myndskeið
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, á eitt af mörkum 14. umferðar í franska handknattleiknum sem lauk rétt fyrir jól. Donni er þar í góðum félagsskap en danska stórskyttan Mikkel Hansen á eitt af mörkunum fimm.Donni lék frábærlega þegar PAUC vann...
Efst á baugi
Jólakveðja
Handbolti.is óskar lesendum sínum, auglýsendum og þeim mörgu einstaklingum sem standa á bak við útgáfuna með framlögum, gleðilegra jóla með ósk um að allir megi njóta friðsældar og hamingju yfir hátíðina.Yfir bústað ykkar breiði ár
og friður vængi sína!
Jólin...
Efst á baugi
Óvissa ríkir enn um Aron
Óvissa ríkir ennþá hvort Aron Pálmarsson muni geta leikið með Barcelona í undanúrslitum og í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik sem fram fer á mánudaginn og á þriðjudaginn í Lanxess-Arena í Köln. Aron kenndi sér meiðsla í leik Barcelona...
Efst á baugi
Danir fá einróma lof fyrir EM
Forsvarsmenn Handknattleikssambands Evrópu, EHF, eru í sjöunda himni yfir hvernig danska handknattleikssambandinu tókst til við skipulagningu og framkvæmd Evrópumeistaramóts kvenna sem lauk á síðasta sunnudag. Danska handknattleikssambandið tók við allri framkvæmd mótsins á innan við þremur vikum áður en...
Efst á baugi
Þriðji leikurinn á sex dögum
Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Kadetten Schaffhausen töpuðu í gærkvöld fyrir Pfadi Winterthur með sjö marka mun, 32:25, í svissnesku úrvalsdeildinni í handknattleik. Leikið var í Winterthur og voru heimamenn tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:15.Þetta var þriðji...
Efst á baugi
Fyrirliðinn framlengir samning sinn hjá Stjörnunni
Tandri Már Konráðsson, fyrirliði karlaliðs Stjörnunnar, hefur skrifað undir samning við liðið til ársins 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Handknattleiksdeild Stjörnunnar í morgun. „Tandri Már er að öðrum ólöstuðum mikilvægasti leikmaður liðsins, bæði innan og utan vallar....
Fréttir
Aron Rafn og félagar mjakast ofar
Aron Rafn Eðvarðsson og félagar í Bietigheim unnu dýrmætan sigur á Rimpar Wölfe, 25:24, á heimavelli í þýsku 2. deildinni í handknattleik í hörkuleik í kvöld. Þar með mjakast Bietigheim, sem er undir stjórn Hannesar Jóns Jónssonar örlítið ofar...
Fréttir
Arnór Þór og Ragnar voru þeir einu sem fögnuðu
Íslendingar voru aðsópsmiklir í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld þótt ekki gengi liða þeirra flestra væri ekki eins og best var á kosið. Arnór Þór Gunnarsson og Ragnar Jóhannsson voru þeir einu sem voru í sigurliði að...
Efst á baugi
Hefur aldrei látið óttann ná tökum á sér
„Á hverjum degi hef ég óttast að meiðast á nýjan leik. Sú hugsun fer aldrei úr huganum. Ég hef aldrei látið þessar hugsanir ná tökum á mér. Það eina sem ég get gert er að njóta hverrar æfingar...
Efst á baugi
Markvörður HK er á leið til Fram á nýjan leik
Handknattleiksdeild Fram hefur kallað markvörðinn Söru Sif Helgadóttur úr láni frá HK. Þetta staðfesti Guðmundur Árni Sigfússon, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Fram, við handbolta.is í morgun.Sara Sif hefur verið í láni hjá HK frá því í september á síðasta ári...
- Auglýsing -
Nýjustu fréttir
Myndasyrpa: Viktor Gísli fór á kostum í Höllinni
Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður var frábær í marki íslenska landsliðsins í gær í 12 marka sigri á Georgíu í...