- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: February, 2021

Skoruðu ekki mark síðustu 11 mínúturnar

Þórsarar skoruðu ekki mark ellefu síðustu mínúturnar af viðureigninni við KA í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag og fengu þeir að súpa seyðið af því þegar leikurinn var gerður upp með tveggja marka sigri KA, 21:19. KA-menn skoruðu þrjú...

Elliði Snær frábær í góðum sigri

Elliði Snær Viðarsson átti afar góðan leik með Gummersbach í dag þegar liðið vann Lübeck-Schwartau á heimavelli, 31:29, í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Elliði Snær skoraði sex mörk í sjö tilraunum auk þess sem hann lét til sín...

Sara Katrín skoraði 13 mörk á Selfossi

Sara Katrín Gunnarsdóttir átti enn einn stórleikinn fyrri ungmennalið HK í dag þegar liðið sótti tvö stig austur á Selfoss í Grill 66-deildinni í dag. Hún skoraði 13 mörk í sex marka sigri HK-liðsins, 27:21. Vængbrotið lið Selfoss var...

FH stóð af sér áhlaupið í Eyjum

FH-ingar unnu baráttusigur í Vestmannaeyjum í dag þegar þeir sóttu ÍBV heim, 33:30, og komst þar með á ný í efsta sæti Olísdeildarinnar í handknattleik. FH skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum leiksins eftir að ÍBV hafði náð að...

Væri frábært að fá tækifæri til að leika gegn Aroni

Hálfdan Daníelsson, Hafnfirðingur sem búsettur er í Sydney í Ástralíu, sendi handbolta.is eftirfarandi pistil. Kærar þakkir Hálfdán.Ég spilaði handbolta með Haukum upp alla yngri flokkana, annan flokk síðan með Fram. Ég spilaði svo í meistaraflokki með ÍR, Fjölni...

„Fékk tennurnar á Darra óheppilega í gegnum nösina“

Betur fór en talið var í fyrstu hjá handknattleiksmanni Selfoss-liðsins, Nökkva Dan Elliðasyni, þegar hann rakst á Darra Aronsson í fyrri hálfleik í viðureign Hauka og Selfoss í Olísdeild karla í Schenkerhöllinni á föstudagskvöld.Við áreksturinn opnaðist sár á nefi...

Molakaffi: Sigur hjá þríeykinu, tap í Sviss og Svíþjóð og var ekki með

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fjögur mörk í níu skotum og átti þrjár stoðsendingar þegar Aue vann Rimpar, 19:16, í þýsku 2. deildinni í gærkvöld. Sveinbjörn Pétursson stóð í marki Aue-liðsins annan hálfleikinn og var með 33% hlutfallsmarkvörslu. Rúnar Sigtryggsson...

Dagskráin: Grannaslagur á Akureyri og fleira spennandi

Fjórir leikir verða á dagskrá á Íslandsmótinu í handknattleik í dag. Þrír þeirra verða í Olísdeild karla en með þeim hefst 11. umferð. Eyjamenn fá FH-inga í heimsókn, Akureyrarliðin Þór og KA eigast við og loks sækja Stjörnumenn liðsmenn...

Úrslitin réðust í framlengingu á umdeildu vítakasti

Arnar Gunnarsson og lærisveinar hans í Neistanum töpuðu fyrir H71 með eins marks mun, 26:25, í framlengdum úrslitaleik í færeysku bikarkeppninni í handknattleik karla í Þórshöfn í gærkvöld. Djóni Gaard Joensen skoraði sigurmark H71 úr vítakasti þegar 12 sekúndur...

„Við keyrðum hreinlega yfir þær“

„Þetta var góður sigur þar sem við keyrðum hreinlega yfir þær. Þær voru alveg búnar á því eftir tuttugu mínútur í fyrri hálfleik en við héldum bara áfram,“ sagði handknattleikskonan Díana Dögg Magnúsdóttir við handbolta.is í gærkvöld eftir stórsigur...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Vil sjá einbeitt lið og troðfulla höll

„Það er lágmarkskrafa af okkur hálfu að vinna leikinn og ljúka undankeppni EM með fullu húsi stiga. Ég segi...
- Auglýsing -