Víkingur heldur sigurgöngu sinni áfram i Grill 66-deild karla í handknattleik. Í kvöld vann liðið níu marka sigur í heimsókn sinni til Kríu í Hertzhöllina á Seltjarnarnesi, 27:18, í toppslag sem því miður náði aldrei að verða spennandi. Fyrirfram...
HK lyftist upp í annað sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik í kvöld með öðrum stórsigri sínum í röð. Að þessu sinni skellti HK ungmennaliði Hauka með 11 marka mun, 27:16, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. HK hefur þar með...
Alexander Petersson fagnaði sigri í fyrsta leik sínum fyrir Flensburg í meira en áratug í kvöld þegar Flensburg vann Meshkov Brest, 28:26, í Brest í Hvíta-Rússlandi en leikurinn var liður í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla. Flensburg komst...
Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik og samherjar hans í pólska meistaraliðinu Łomża Vive Kielce unnu 11. sigur sinn í pólsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar flautað var til leiks aftur eftir hlé frá því í desember vegna heimsmeistaramótsins í...
Varnar,- og línumaðurinn sterki hjá Val, Þorgils Jón Svölu-Baldursson hefur enn ekki getað leikið með Val eftir að hafa fengið þungt högg á annað hnéið í kappleik í lok september. Vonir stóðu til þess að Þorgils Jón yrði kominn...
Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson leikur í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Flensburg eftir að hann gekk til liðs við félagið á dögunum. Flensburg-liðið er komið til Hvíta-Rússlands þar sem það mætir Meshkov Brest í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í...
FH og KA skildu jöfn, 31:31, í Olísdeild karla í handknattleik í gær eftir mikinn endasprett KA-manna en þeir skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins í Kaplakrika. Jöfnunarmarkið var skoraði úr vítakasti sem dæmt var var eftir langa rekistefnu dómaranna...
Handknattleikskonan Stella Sigurðardóttir hefur ekki leikið með Fram í tveimur síðustu leikjum liðsins og verður frá keppni um tíma til viðbótar. Vísir.is segir frá því í dag að Stella hafi rifbeinsbrotnað í viðureign Fram og FH um tíu...
„Við erum með jafnan og breiðan leikmannahóp og viljum nýta hann sem best. Þess vegna hreyfi ég hópinn mikið í leikjum og held þannig mönnum á tánum,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari karlaliðs Hauka í samtali við handbolta.is. Athygli hefur...
„Það er ömurlegt að fá ekki að minnsta kosti eitt stig. Ég hefði viljað að þau hefðu verið tvö,“ sagði Kristinn Björgúlfsson, þjálfari karlaliðs ÍR, í samtali við handbolta.is í gærkvöldi eftir að hans lið tapaði fyrir Stjörnunni, 27:24,...