Svo kann að fara að danska meistaraliðið Aalborg Håndbold verði án fimm leikmanna Simon Gade, Magnus Saugstrup, Lukas Sandell, Benjamin Jakobsen og Henrik Mølgaard þegar það mætir Porto í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Allir eru þeir...
Kvennalandsliðið í handknattleik hefur fengið undanþágu Heilbrigðisráðuneytisins til hefðbundinna handknattleiksæfinga frá og með morgundeginum og verður ekki beðið boðanna. Kallað verður til fyrstu æfingar strax á morgun.
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, staðfesti þetta í samtali við handbolta.is í kvöld....
Fjögur Íslendingalið af fimm sem voru í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik eru komin í átta liða úrslit eftir síðari leikina sem fram fór í dag. Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður, og félagar í GOG gerðu sér lítið fyrir og...
Landsliðskonan, kjölfesta Fram-liðsins og handknattleikskona ársins 2020, Steinunn Björnsdóttir, fékk staðfest hjá lækni í dag að hún er með slitið krossband í hægra hné. Hún greindi handbolta.is frá þessu áðan en hún var þá nýkomin úr læknisskoðun.
„Þetta er það...
Handknattleikskonan Unnur Ómarsdóttir gengur til liðs við KA/Þór í sumar frá Fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KA dag og þarf í raun ekki að koma á óvart þar sem hún er sambýliskona og barnsmóðir Einars Rafns Eiðssonar....
KA-menn slá ekki slöku við um þessar mundir. Þeir eru fyrir nokkru komnir á fullt að undirbúa næsta keppnistímabil í handboltanum þótt enn séu nokkuð í að öll kurl verði komin til grafar á yfirstandandi leiktíð þar sem keppni...
Þegar hefur einni viðureign í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla sem fram átti að fara á fimmtudaginn verið frestað vegna kórónuveirunnar. Veiran hefur stungið sér niður í herbúðir HC PPD Zagreb frá Króatíu sem átti að mæta...
Örvhenti hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson sem nú leikur með Team Tvis Holstebro í Danmörku er á heimleið eftir tímabilið og mun að öllum líkindum ganga til liðs við KA samkvæmt heimildum handbolta.is. Óðinn Þór hefur átt í viðræðum við...
Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon hefur farið á hamförum með SC Magdeburg síðustu vikur, bæði í þýsku 1. deildinni í Evrópudeildinni. Hann hefur raðað inn mörgum og deilt út stoðsendingum á samherja eins og molum úr konfektkassa.
Af þessum ástæðum...
Íslenskir handknattleiksmenn eru sem fyrr í fremstu röð í Þýskalandi. Þrír þeirra eru á meðal fimm efstu á lista yfir þá sem skorað hafa flest mörk í 1. deild. Framan af tímabili voru Viggó Kristjánsson og Bjarki Már Elísson...