- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: August, 2021

ÓL: Undanúrslitaleikir karla – tímasetningar

Undanúrslitaleikir handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum fara fram á morgun, fimmtudag. Báðir leikir verða sýndir í þráðbeinni útsendingu á RÚV.Sigurliðin leika til úrslita á laugardaginn um gullverðlaun. Tapliðin mætast í leik um bronsið, einnig á laugardaginn.Danir eru ríkjandi Ólympíumeistarar.Kl....

ÓL: Tefla ekki á tvær hættur með Gidsel

„Við teflum ekki á tvær hættur þegar menn fá höfuðhögg en við eigum fyrir höndum leik í undanúrslitum á Ólympíuleikum. Af þeim sökum höldum við í vonina um að hann geti verið með,“ segir Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Dana í...

ÓL: Leynaud skellti í lás og sendi heimsmeistarana heim

Frakkar leika við Svía í undanúrslitum handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó á föstudaginn. Frakkar unnu afar öruggan sigur á heimsmeisturum Hollands, 32:22, í átta liða úrslitum í dag.Amandine Leynaud, markvörður Frakka, dró tennurnar úr hollenska landsliðinu í leiknum....

ÓL: Dugir okkur ekki gegn Rússum

„Leikur okkar í dag dugir ekki á móti Rússum en víst er að við getum leikið mikið betur en þetta,“ sagði Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs í samtali við TV Norge og er haft eftir honum á heimasíðu norska handknattleikssambandsins....

Æfingum yngstu landsliðanna slegið á frest

Tekin hefur verið ákvörðun um að færa æfingar yngstu landsliða í handknattleik sem til stóð að færu fram um næstu helgi, 6. - 8. ágúst, til helgarinnar 27. - 29. ágúst. Er þetta gert vegna vaxandi smita kórónuveiru í...

Haukur er kominn á fulla ferð í Póllandi

Handknattleiksmaðurinn Haukur Þrastarson er byrjaður að æfa af fullum krafti með pólska meistaraliðinu Łomża Vive Kielce eftir að hafa verið í stífri endurhæfingu síðustu mánuði.Haukur sleit krossband í hné í viðureign Kielce og Elverum í Meistaradeild Evrópu í Elverum...

ÓL: Í undanúrslitum í fyrsta sinn

Sænska landsliðið vann sér í fyrsta sinn keppnisrétt í undanúrslitum handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum með afar öruggum sigri á Suður Kóreu í morgun, 39:30. Svíar mæta annað hvort Hollandi eða Frakklandi í undanúrslitum á föstudaginn en síðasta viðureign átta...

ÓL: Aftur mætast Noregur og Rússland í undanúrslitum

Norska kvennalandsliðið í handknattleik leikur til undanúrslita gegn ríkjandi Ólympíumeisturum Rússlands á föstudaginn. Noregur vann Ungverjaland í hörkuleik í nótt í átta liða úrslitum handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Tókýó, 26:22, eftir að hafa verið 12:10 yfir í hálfleik. Ungverjar komust...

Molakaffi: Myrhol, Jöndal, bætist í bræðrahópinn, Sandra, Gísli Þorgeir, Ómar Ingi

Bjarte Myrhol lék sinn síðasta handboltaleik á ferlinum í gær þegar norska landsliðið mætti danska landsliðinu í átta liða úrslitum handknattleikskeppni Ólympíuleikanna og tapaði. Myrhol, sem er 38 ára, tilkynnti í vetur að hann ætlaði að hætta eftir Ólympíuleikana....

Ekki misst úr leik í 20 ár – 600. landsleikurinn er framundan

Þórir Hergeirsson setur met er hann tekur þátt í sínum 600. landsleik í nótt að íslenskum tíma þegar norska landsliðið mætir ungverska landsliðinu í átta liða úrslitum handknattleikskeppni Ólympíuleikanna. Hann hefur ekki misst úr einn leik á þeim 20...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Mest lesið 2 ”24: Ítrekunaráhrif, bylmingsskot, Færeyingar, tennur, töfralausn

Hér fyrir neðan er annar hluti upprifjunar á þeim fréttum sem oftast hafa verið lesnar á handbolti.is á árinu...
- Auglýsing -