Monthly Archives: December, 2021

HM: Reinhardt fór á kostum er Danir niðurlægðu Þjóðverja – úrslit og staðan

Danska landsliðið hjólaði yfir þýska landsliðið og hreinlega niðurlægði það í uppgjöri tveggja efstu liðanna í millriðli þrjú á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna í kvöld.Danir unnu með 16 marka mun, 32:16, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir...

Tinna Sigurrós fór fyrir Selfossliðinu í Safamýri

Tinna Sigurrós Traustadóttir átti hreint framúrskarandi leik í dag og skoraði 10 mörk fyrir Selfoss er liðið vann ungmennalið Fram, 26:18, í Grill66-deild kvenna í handknattleik. Með sigrinum komst Selfoss upp að hlið ÍR en bæði lið hafa 13...

Donni átti stórleik í kvöld

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, átti stórleik í kvöld með liði sínu PAUC í frönsku 1. deildinni er það lagði Saint-Raphaël með sjö marka mun á útivelli, 31:24, eftir að hafa verið átta mörkum yfir, 21:13, að loknum fyrri hálfleik.Donni...

Þýskaland – úrslit og markaskor – Bjarki Már kominn í annað sæti

Íslendingar komu talsvert við sögu í leikjum þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag. Hér fyrir neðan er tæpt á því helsta ásamt stöðunni sem er að finna neðst.Bjarki Már Elísson skoraði níu mörk, þar af þrjú úr vítaköstum,...

Grótta og ungmenni ÍBV fögnuðu sigrum

Grótta og ungmennalið ÍBV unnu viðureignir sína í Grill66-deild kvenna í handknattleik í dag. Grótta sótti stigin tvö í TM-höllina í Garðabæ þar sem liðið lagði ungmennalið Stjörnunnar, 32:24. Í Dalhúsum jók ungmennalið ÍBV á raunir neðsta liðsins, Fjölnis/Fylkis...

Teitur Örn skrifar undir til lengri tíma hjá Flensburg

Stórskyttan Teitur Örn Einarsson hefur framlengt samning sinn við þýska stórliðið Flensburg til loka júní 2024.Teitur Örn hefur leikið afar vel fyrir liðið síðan hann kom til þess í lok október en þá skrifaði hann undir samning til næsta...

Myndskeið: Teitur Örn á eitt af flottustu mörkunum – Aron lagði upp eitt þeirra

Eitt af mörkum Teits Arnar Einarsson fyrir Flensburg gegn ungverska liðinu Veszprém í 10. umferð Meistaradeildar Evrópu á fimmtudagskvöldið er á meðal fimm þeirra flottustu sem skoruð voru í umferðinni að mati Handknattleikssambands Evrópu, EHF. Markið er á myndskeiðinu...

Leikmenn landsliðs Kamerún á HM stungu af

Fjórir leikmenn landsliðs Kamerún, sem nú tekur þátt í heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna á Spáni, stungu af frá hóteli liðsins. Ekkert hefur spurst til þeirra síðan. Þetta komst upp í fyrradag þegar 12 af 16 leikmönnum kamerúnska landsliðsins mættu...

Köstuðum leiknum frá okkur

„Auðvitað munar um nokkra leikmenn en það er ekki afsökun fyrir þeirri frammistöðu sem við sýndum að þessu sinni, meðal annars í fyrri hálfleik. Við erum KA/Þór og með góðan hóp leikmanna þótt nokkrar hafi vantað að þessu sinni,“...

HM: Leikir sunnudags – síðustu leikir í tveimur riðlum

Lokaumferð í milliriðlum þrjú og fjögur á heimsmeistaramóti kvenna fer fram í dag og í kvöld. Þegar liggur fyrir að Danir og Þjóðverjar fara áfram í átta liða úrslit úr riðli þrjú og Brasilía og Spánn úr riðli fjögur....
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Molakaffi: Karabatic, Mensah, Gaudin, Grgic, Martinović og fleiri

Tíu ár eru liðin í dag síðan franska meistaraliðið PSG keypti Nikola Karabatic af Barcelona fyrir tvær milljónir evra,...
- Auglýsing -