- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: April, 2022

Ómar og Gísli stóru hlutverki – leika til úrslita

Magdeburg leikur til úrslita við Kiel í þýsku bikarkeppninni í handknattleik á morgun. Magdeburg vann öruggan sigur á Erlangen í síðari undanúrslitaleik dagsins í Hamborg, 30:22. Kiel vann Lemgo fyrr í dag með tveggja marka mun, 28:26.Ómar Ingi Magnússon...

Gerðum okkar allra, allra besta

„Við gerðum okkar allra, allra, allra besta en því miður þá dugði það ekki. Serbar eru aðeins sterkari en við eins og staðan er í dag,“ sagði Sunna Jónsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir tapið fyrir...

Gaman að vera hluti af þessum hóp

„Þótt sex mörkum hafi munað þegar upp var staðið þá munaði mjög litlu að við hefðum verið í jöfnum leik. Okkur vantaði betri seinni bylgju til þess að jafna metin," sagði Karen Knútsdóttir í samtali við handbolta.is eftir sex...

Svo nærri en samt svo fjarrri

Draumur íslenska landsliðsins um sæti í lokakeppni EM 2022 rættist ekki Zrenjanin í kvöld, því miður. Þrátt fyrir stórgóða frammistöðu á löngum köflum í leiknum þá dugði það ekki til. Serbar unnu með sex marka mun, 28:22, sem var...

Sleppur við bann en hefði mátt viðhafa varfærnislegra orðalag

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, fer ekki í leikbann vegna ummæla sem hann lét falla í samtali við mbl.is eftir viðureign Vals og Fram í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í fyrrakvöld. Framkvæmdastjóri HSÍ fyrir hönd stjórnar...

Bikarmeistararnir fallnir úr leik

Bjarki Már Elísson og félagar í Lemgo verja ekki bikarmeistaratitilinn í ár. Lemgo tapaði í dag með tveggja marka mun, 28:26, fyrir Kiel í undanúrslitum í Hamborg. Bjarki Már var markahæstur leikmanna Lemgo með sjö mörk, þar af þrjú...

Viss um að góður dagur er fyrir höndum

„Það er alltaf möguleiki í hverri stöðu eins og oft hefur komið í ljós. Þeir sem fyrirfram eiga minni möguleika standa oft uppi sem sigurvegarar. Inn á það ætlum við að spila,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna...

Okkur eru allir vegir færir

„Ég er ótrúlega spennt og glöð með að við eigum möguleika á EM sæti. Þótt við séu minna liðið í leiknum þá teljum við okkur hafa alla möguleika,“ sagði hin leikreynda landsliðskona Sunna Jónsdóttir í samtali við handbolta.is í...

Kominn nettur fiðringur í mann

„Það er kominn nettur fiðringur í mann enda má maður vænta þess að stemningin verður mikil á leiknum," sagði Unnur Ómarsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is í Zrenjanin í Serbíu spurð út í úrslitaleikinn við Serba í...

Framarar semja við Svartfelling og Króata

Framarar ætla að blása til enn kröftugrar sóknar á næsta keppnistímabili í Olísdeild karla í handknattleik samhliða flutningi höfuðstöðva sinna í Úlfarsárdal. Í morgun tilkynnti handknattleiksdeildin að hún hafi samið við Svartfellinginn Luka Vukicevic og Króatann Marko Coric frá...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Var skrifað í skýin að mæta Íslandi í fyrsta leiknum mínum á HM

„Þetta var allt sérstakt. Mér var sagt eftir að hafa æft og leikið með liðinu síðustu vikur að ég...
- Auglýsing -