Monthly Archives: April, 2022

Hófu umspilið á 12 marka sigri

ÍR-ingar hófu umspilið um sæti í Olísdeild karla í handknattleik af miklum móð í dag þegar þeir kjöldrógu Fjölnismenn, 36:24, í Austurbergi í fyrstu viðureign liðanna. Næst leiða liðin saman hesta sína á mánudagskvöld í Dalhúsum, heimavelli Fjölnis. Liðið...

Oddaleikur framundan eftir stórsigur ÍBV

ÍBV tryggði sér oddaleik á heimavelli á þriðjudaginn með afar öruggum sigri á Stjörnunni, 33:24, í annarri viðureign liðanna í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik í TM-höllinni í dag. Hvort lið hefur þar með einn vinning og úrslit leiksins...

Hættið störukeppni – takið til óspilltra málanna

Ályktun um þjóðarhöll var samþykkt á 65. ársþingi HSÍ sem haldið var í Valsheimilinu í dag. Í henni eru stjórnvöld, ríki og Reykjavíkurborg hvött til að ljúka samningum nú þegar um byggingu þjóðarhallar, hætta störukeppni varðandi kostnaðarskiptingu og...

Tap á rekstri HSÍ – tillaga um eina deild kvenna var felld

65.ársþing Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, fór fram í Origo-höllinni að Hlíðarenda fyrr í dag. 76 manns sátu þingið, þar af 50 þingfulltrúar frá aðildarfélögunum. Velta HSÍ á árinu var tæpar 319 milljónir kr. en tap á rekstri sambandsins var 5,8 milljónir....

Hverjir hreppa sætin þrjú sem eftir standa?

Átta liða úrslit Meistaradeildar kvenna hefjast um helgina þegar sex lið berjast um þrjú sæti sem eru í boði í Final4 úrslitahelginni í Búdapest. CSM og Esbjerg mæstast í leik sem EHF kallar leik vikunnar. Um er að ræða...

Reiknum með fimm leikja rimmu

„Við búum okkur undir jafnt einvígi sem reikna má með að fari í fimm leiki,“ sagði Kristinn Björgúlfsson, þjálfari karlaliðs ÍR en liðsmenn hans hefja í dag úrslitarimmu við Fjölni um sæti í Olísdeild karla á næsta keppnistímabili. Fyrsta...

Til stendur að fjölga í lokakeppni EM yngri liða

Talsverðar líkur eru á að keppnisliðum verði fjölgað úr 16 í 24 í lokakeppni Evrópumóta yngri landsliða karla og kvenna frá og með mótunum sem fram eiga að fara eftir tvö ár. Þetta var eitt þeirra mála sem rædd...

Meistaralið Þóris mætir bronsliðinu í upphafsleik á EM

Evrópu- og heimsmeistarar Noregs í handknattleik kvenna sem Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson þjálfar, verða í A-riðli þegar titilvörnin hefst á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Slóveníu, Svartfjallalandi og Norður Makedóníu 4. - 20. nóvember á þessu ári. Dregið hefur verið...

Dagskráin: Sumarfrí eða fleiri leikir – baráttan hefst í umspilinu

Áfram heldur úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag. ÍBV sækir Stjörnuna heim í TM-höllina í Garðabæ klukkan 16. Stjarnan vann öruggan sex marka sigur í fyrsta leiknum í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn, 28:22, og endurtaki hún leikinn á heimavelli...

Molakaffi: Haukur, Grétar Ari, Hannes, Elvar, Tumi Steinn, Lekić

Haukur Þrastarson skoraði tvö mörk fyrir pólska meistaraliðið Łomża Vive Kielce þegar það vann MKS Zagłębie Lubin með átta marka mun á útivelli, 32:24, í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Þetta var 24. sigur Łomża Vive Kielce í...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Um er að ræða einstakt afrek – við spilum frábæran handbolta

„Við höfum leikið 30 leiki á tímabilinu og unnið 29. Ég held að fullyrða megi að um einstakt afrek...
- Auglýsing -