Handknattleiksdeild Víkings hefur samið við Brynjar Jökul Guðmundsson til næstu tveggja ára.Brynjar Jökull, sem var árum saman einn allra fremsti skíðamaður landsins í alpagreinum og Ólympíufari, hefur eftir að hann hætti keppni sem afreksmaður á skíðum leikið m.a. með...
Aldís Ásta Heimisdóttir leikstjórnandi KA/Þórs hefur samið til tveggja ára við sænska úrvalsdeildarliðið Skara HF. Frá þessu greinir félagið í dag. Skara hafnaði í sjötta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í vor og féll úr keppni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um...
Forsvarsmenn ungverska handknattleiksliðsins eru stórhuga eins og stundum áður. Í morgun tilkynntu þeir um samninga við fjóra afar öfluga leikmenn sem koma til liðs við félagið eftir ár. Ekki er ráð nema í tíma sér tekið.
Franski línumaðurinn og nýbakaður...
Línukonan Ragnheiður Sveinsdóttir hefur ákveðið að snúa á ný heim til Hauka eftir tveggja og hálfs árs dvöl í herbúðum Vals þar sem hún varð m.a. bikarmeistari í vor. Ragnheiður hefur skrifað undir tveggja ára samning við Hauka en...
Daninn Lars Walther sem eitt sinn lék með KA hefur verið ráðinn þjálfari Eurofarm Pelister í Norður Makedóníu. Liðið hefur verið næst öflugasta lið landsins í karlaflokki á undanförnum árum og m.a. staðið sig vel í Evrópudeildinni á tveimur...
Flautað var til leiks á 22. heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik skipað leikmönnum 20 ára og yngri í Slóveníu í morgun. Leikið er í tveimur keppnishúsum í Celje og einu í Lasko, bæ skammt frá Celje.
Metfjöldi þátttökuliða
Alls taka 32 lið...
Níu lið verða í Grill66-deild kvenna á næstu leiktíð og tíu í Grill66-deild karla. Ellefu lið voru í hvorri deild á síðasta keppnistímabili.
Af liðunum tíu í karladeildinni verða fimm aðallið, Fjölnir, HK, Kórdrengir, Víkingur og Þór Akureyri. Á nýliðinni...
Flautað verður til leiks í Olísdeild kvenna með heilli umferð, fjórum leikjum, laugardaginn 17. september samkvæmt drögum að niðurröðun leikja í Olísdeildinni sem HSÍ gaf út i dag.
Gert er ráð fyrir að eingöngu verði leikið í Olísdeild kvenna...
Íslandsmeistarar Vals í handknattleik karla hefja titilvörnina í Mosfellsbæ fimmtudaginn 8. september samkvæmt frumdrögum að leikjadagskrá Olísdeildar karla sem HSÍ hefur gefið út. Samkvæmt drögunum fara fjórir af sex leikjum fyrstu umferðar fram 8. september. Þar á meðal er...
HC Vardar Skopje verður meinuð þátttaka í Meistaradeild karla í handknattleik á næstu keppnistímabili. Handknattleikssamband Evrópu (EHF) sendi í morgun frá sér yfirlýsingu þessu til staðfestingar. Vardar hefur unnið Meistaradeildina í tvígagng, 2017 og 2019.
Hafa virt að vettugi...