Monthly Archives: September, 2022
Efst á baugi
Tinna stendur á milli stanganna hjá Gróttu
Tinna Húnbjörg Einarsdóttir, markvörður, hefur gengið til liðs við Gróttu í Grill66-deildinni. Hún er 28 ára gömul og er þrautreynd í markinu. Síðustu tvö ár hefur Tinna leikið með Stjörnunni en var þar áður hjá Haukum.Tinnu er ætlað að...
Efst á baugi
Snýst fyrst og fremst um vilja til framkvæmda
Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, sagði í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun, það koma á óvart að framkvæmdum við þjóðarhöll fyrir innanhússíþróttir verði seinkað. Samkvæmt viljayfirlýsingu sem undirrituð var af tveimur ráðherrum og borgarstjóra í maí var stefnt...
Efst á baugi
Molakaffi: Aron Hólm Ásgeir Snær, Satchwell, Norðberg, Halden í vanda
Handknattleiksmaðurinn efnilegi, Aron Hólm Kristjánsson, skrifaði í gær undir nýjan samning við handknattleiksdeild Þórs. „Þótt Aron sé ungur að árum þá er hann einn reynslumesti leikmaður liðsins og okkur Þórsurum gríðarlega mikilvægur leikmaður,“ segir m.a. í tilkynningu Þórs í...
Efst á baugi
Rakel og Sigurjón kalla saman æfingahóp U17 ára landsliðs
Rakel Dögg Bragadóttir og Sigurjón Friðbjörn Björnsson hafa valið eftirtalda leikmenn til æfinga hjá U17 ára landsliði kvenna í handknattleik dagana 28. september til 2. október.Hópinn skipa:Adela Jóhannsdóttir, Selfossi.Alexandra Ósk Viktorsdóttir, ÍBVArna Karitas Eiríksdóttir, Val.Ágústa Rún Jónasdóttir, HK.Ágústa Tanja...
Efst á baugi
Díana Dögg er í úrvalsliði 2. umferðar
Díana Dögg Magnúsdóttir leikmaður og fyrirliði BSV Sachsen Zwickau byrjar keppnistímabilið af krafti. Hún er í liði annarrar umferðar þýsku 1. deildarinnar í handknattleik hjá vikuritinu Handballwoche. Díana Dögg var einu sinni í liði umferðinnar á síðasta keppnistímabili.Valið...
Efst á baugi
Mætir ekki til leiks fyrr en eftir áramót
Útlit er fyrir að Elna Ólöf Guðjónsdóttir leiki ekkert með HK fyrr en eftir næstu áramót. Það staðfesti hún við handbolta.is í dag. Elna Ólöf var ekki með HK í leiknum við Selfoss í fyrstu umferð Olísdeildar á síðasta...
Fréttir
Áhyggjur af meiðslum eru óþarfar
Svo virðist sem áhyggjur af meintum meiðslum Gísla Þorgeirs Kristjánssonar hafi sem betur fer verið óþarfar. SC Magdeburg segir í tilkynningu sem gefin var út eftir hádegið í dag að Gísli Þorgeir hafi verið gefið grænt ljós til æfinga...
Efst á baugi
Skammt stórra högga á milli hjá meisturunum
Óhætt er að segja að skammt sé stórra högga á milli hjá Íslandsmeisturum Fram í handknattleik kvenna. Í gær var greint frá að samningur hafi náðst við Tamara Jovicevic frá Svartfjallalandi. Í dag tilkynnir Fram um komu finnsku skyttunnar...
Fréttir
Sex landslið með á fyrsta HM í hjólastólahandbolta
Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, stendur fyrir fyrsta heimsmeistaramótinu í hjólastólahandbolta frá 22. til 25. september í Kaíró í Egyptalandi. Um verður að ræða blönduð lið karla og kvenna. Landslið sex þjóða taka þátt í mótinu.Keppnisliðin eru frá Hollandi, Slóveníu, Brasilíu,...
Fréttir
Óvissa ríkir um meiðsli Gísla Þorgeirs
Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Þýskalandsmeistara SC Magdeburg meiddist á hægra hné í viðureign Magdeburg og Göppingen á sunnudaginn. Óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru.Gísli Þorgeir gekkst undir læknisskoðun í gær eftir því sem segir í...
- Auglýsing -
Nýjustu fréttir
Molakaffi: Alfreð, Holm, Lauge, Bartusz, Palasics
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattliek karla verður án markvarðarins sterka, Andreas Wolff, örvhentu skyttunnar Franz Semper og línumannsins...