- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: January, 2023

Heimsmeistarar Dana halda áfram að skrifa söguna

Danska landsliðið í handknattleik karla skrifaði sig á spjöld sögunnar í kvöld þegar það vann Ungverja. Ekki aðeins var 17 marka sigurinn á Ungverjum í átta liða úrslitum sá stærsti sem nokkurt lið hefur unnið á þessu stigi keppninnar...

Sandra í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar

Sandra Erlingsdóttir og samherjar hennar í TuS Metzingen komust í kvöld í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar í handknattleik. TuS Metzingen vann þá TuS Lintfort með 18 marka mun í Sporthalle Eyller Strasse, heimavelli Lintford, 48:30, í átta liða úrslitum.Í...

Desbonnet gerði út um vonir Alfreðs og Þjóðverja

Frakkar sýndu styrk sinn síðustu 20 mínúturnar gegn Þjóðverjum í síðustu viðureigninni í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik karla. Eftir hörkuleik í 40 mínútur fengu leikmenn Þýskalands lítt við ráðið á endasprettinum. Ekki síst reyndist Remi Desbonnet markvörður...

Sterkir Svíar meiddust í sigurleik á Egyptum

Svíar innsigluðu sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik karla í kvöld með því að leggja Egypta í hörkuleik í Tele2 Arena í Stokkhólmi, 26:22, að viðstöddum 17 þúsund áhorfendum í frábærri stemningu. Meiðsli Jim Gottfridsson og Albin Lagergren...

HM2023: Forsetabikarinn – úrslit, staðan

Keppni milli liða sem höfnuðu í neðstu sætum riðlanna átta. Liðið sem vinnur keppnina hreppir forsetabikarinn (Presidents Cup) sem keppt hefur verið um frá HM 2007.Leikið verður í tveimur riðlum 18. til 23. janúar. Úrslitaleikirnir verða 25. janúar og...

Spánn í undanúrslit eftir tvíframlengdan háspennuleik

Spánverjar mæta Dönum í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik karla. Þeir unnu Norðmenn í háspennu tvíframlengdum leik í Gdansk, 35:34. Daniel Dujshebaev skoraði sigurmarkið þegar skammt var til leiksloka eftir að jafnt hafði verið á öllum tölum í hreint frábærum...

Danir kjöldrógu Ungverja

Heimsmeistarar Danmerkur í handknattleik karla eru komnir í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla eftir að hafa rótburstað Ungverja með 17 marka mun, 40:23, í átta liða úrslitum í Stokkhólmi í kvöld. Danir mæta Spánverjum í undanúrslitum í Gdansk...

Markahæstur annað HM í röð – hverjir hafa skorað mest frá 1958?

Bjarki Már Elísson varð markahæstur Íslendinga á HM annað mótið í röð. Að þessu sinni skoraði hann 45 mörk í sex leikjum og eins kom fram á handbolta.is í fyrradag.Guðjón Valur Sigurðsson hefur oftast verið markahæstur íslensku landsliðsmannanna á...

Skipt verður um þjálfara hjá FH í vor

Núverandi þjálfarateymi meistaraflokks FH í handknattleik kvenna lætur af störfum í lok keppnistímabilsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá formanni handknattleiksdeildar FH á Facebook í dag. Í henni segir að um sameiginlega niðurstöðu sé að ræða milli þjálfaranna og...

Oddur framlengir dvölina hjá Balingen-Weilstetten

Oddur Gretarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samningi við þýska 2. deildarliðið Balingen-Weilstetten. Hann verður þar með hjá félaginu út keppnistímabilið í sumarbyrjun 2025. Reyndar er uppsagnarákvæði í samningnum að ári liðnu ef þurfa þykir.Oddur gekk til...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Dagskráin: Stórleikur á Ásvöllum í kvöld

Tólfta umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik hefst í kvöld og það með stórleik Evrópuliðanna Hauka og Vals á Ásvöllum....
- Auglýsing -