Haukar leika til úrslita í Poweradebikarnum í handknattleik karla laugardaginn við annað hvort Aftureldingu eða Stjörnuna. Það varð ljóst eftir að leikmenn Hauka tóku Framara í karphúsið í Laugardalshöll í undanúrslitum í kvöld. Lokatölur, 32:24, eftir að Haukar voru...
Leikið verður til undanúrslita í bikarkeppni HSÍ, Poweradebikarnum, í Laugardalshöll í kvöld. Klukkan 18 eigast við Fram og Haukar en klukkan 20.15 verður flautað til leiks Aftureldingar og Stjörnunnar.
Hér fyrir neðan er rennt yfir nokkrar staðreyndir um gengi liðanna...
Handknattleiksmennirnir Óðinn Þór Ríkharðsson hjá Kadetten Schaffhausen í Sviss og Magnús Óli Magnússon leikmaður Vals eiga tvö af fimm glæsilegustu mörkunum sem skoruð voru í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik.
Handknattleikssamband Evrópu hefur tekið saman myndskeið, sem er finna hér...
Norska úrvalsdeildarliðið Kolstad frá Þrándheimi varð í gærkvöld norskur meistari í handknattleik karla í fyrsta sinn í sögu sinni. Með liðinu leika íslensku landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson.
Kolstad tryggði sér titilinn í Sør Amfi í Arendal...
Leikið verður til undanúrslita í Poweradebikarkeppni karla (bikarkeppni HSÍ) í handknattleik í Laugardalshöll í kvöld. Fyrri viðureignin hefst klukkan 18 þegar leikmenn Fram og Hauka mætast. Afturelding og Stjarnan eigast við klukkan 20.15 í síðari leik undanúrslitanna. Sigurliðin mætast...
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk, þar af fjögur úr vítaköstum, þegar Kadetten Schaffhausen vann GC Amicitia Zürich, 26:22, á heimavelli í svissnesku A-deildinni í handknattleik í gærkvöld. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Kadetten. Honum var sýnt gula spjaldið í...
Aldís Ásta Heimisdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir létu sannarlega til sín taka í kvöld þegar lið þeirra, Skara HF, vann Kristianstad með sex marka mun á heimavelli, 35:29, í síðasta heimaleik liðsins í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik.
Þær skoruðu sex...
ÍBV mætir Val í úrslitaleik Poweradebikars kvenna í handknattleik á laugardaginn klukkan 13.30. ÍBV vann Selfoss, 29:26, í síðari undanúrslitaleiknum í Laugardalshöll í kvöld eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik. ÍBV og Valur eru...
Valur vann öruggan sigur á Haukum í fyrri undanúrslitaleik Poweradebikarkeppni kvenna í handknattleik í Laugardalshöll í kvöld, 28:19, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik, 16:9.
Valur leikur þar með til úrslita í keppninni annað árið í röð...
Framkisur, sem eru leikmenn kvennaliðs meistaraflokksliðs félagsins í handknattleik, sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar fordæmt er viðbragðsleysi handknattleikshreyfingarinnar við ósæmilegri hegðun og brotum gegn liðskonum og starfsfólki.
Tilefni yfirlýsingarinnar er m.a. málsmeðferð og niðurstaða aganefndar HSÍ í...