Hannes Jón Jónsson stýrði Alpla Hard til sigurs í austurrísku bikarkeppninni í handknattleik karla í dag. Eftir nauman sigur á West Wien, 24:23, í undanúrslitum í gær lagði Alpla Hard liðsmenn Füchse nokkuð örugglega í úrslitaleiknum, 33:27. Alpla Hard...
ÍR leikur til úrslita við Selfoss í úrslitum umspilsins um keppnisrétt í Olísdeild kvenna í handknattleik á næstu leiktíð. ÍR-ingar unnu öruggan sigur á Gróttu í uppgjöri liðanna í oddaleik í Skógarseli, heimavelli ÍR, 28:21, í dag. Mestur varð...
Rúm vika er þangað til ársþing Handknattleikssamband Íslands verður haldið. Allt stefnir í að sjálfkjörið verði í þau fimm sæti sem kosið verður um til stjórnar sambandsins. Engin mótframboð hafa borist en framboðsfrestur rann út fyrir nærri tveimur...
Þótt enn séu um níu mánuðir þangað til flautað verður til fyrsta leiks á Evrópumeistaramóti karla í handknattleik í Þýskalandi og ekki liggur fullkomlega fyrir hvaða landslið taka þátt hefur sala aðgöngumiða verið með allra besta móti. Ríflega 100...
Oddaleikur fer fram í undanúrslitum umspils Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag. ÍR og Grótta mætast í Skógarseli, íþróttahúsi ÍR. Sigurliðið mætir Selfossi í úrslitaeinvígi um sæti í Olísdeild kvenna á næsta keppnistímabili.
ÍR vann stórsigur á Gróttu í fyrstu...
Kristján Halldórsson verður eftirlitsmaður á síðari undanúrslitaleik norsku liðanna Nærbø og Runar Sandefjord í Evrópubikarkeppni karla í handknattleik á sunnudaginn. Nærbø vann fyrri viðureignina sem fram fór í Sandefjord, 29:27.
Varnarmaðurinn sterki, Brynjar Hólm Grétarsson, leikur ekki með Stjörnunni á...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði níu mörk og var markahæsti leikmaður vallarins þegar lið hans PAUC sótti heim Limoges og tapaði, 33:30, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Donni hefur nú átta tvo stórleiki í röð og...
Ólafur Andrés Guðmundsson leikur með HF Karlskrona í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik á næsta keppnistímabili. Það varð ljóst í kvöld þegar HF Karlskrona vann OV Helsingborg, 26:21, í oddaleik liðanna í umspili um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Karlskrona...
Andrea Jacobsen landsliðskona í handknattleik og samherjar hennar í EH Aalborg tryggðu sér í kvöld oddaleik við Bertu Rut Harðardóttur og félaga í Holstebro í umspili næst efstu deildar danska handknattleiksins. Eftir tap á heimavelli, 27:20, um síðustu helgi...
Hannes Jón Jónsson og lærisveinar hans í Alpla Hard leika til úrslita í austurrísku bikarkeppninni í handknattleik. Alpla Hard vann nauman sigur á West Wien, sem Hannes Jón þjálfaði einu sinni hjá, hörkuspennandi undanúrslitaleik í kvöld. 24:23.
Hard-liðið var marki...