Monthly Archives: October, 2023

Dagskráin: Fimmtu og sjöundu umferð lýkur

Sjöundu umferð Olísdeildar karla lýkur í dag þegar Íslandsmeistarar ÍBV fá Valsmenn í heimsókn. Valur er efstur og ósigraður í Olísdeildinni með 12 stig að loknum sex viðureignum. ÍBV situr í fimmta sæti með sjö stig og getur farið...

Sandra og Díana stóðu í ströngu í Þýskalandi

Landsliðskonurnar Díana Dögg Magnúsdóttir og Sandra Erlingsdóttir léku af fullum krafti með liðum sínum í gær þegar keppni hófst á ný í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Sandra og samherjar í TuS Metzingen unnu frábæran sigur á Borussia Dortmund,...

Teitur Örn frá keppni – fékk þungt högg á auga

Handknattleiksmaðurinn Teitur Örn Einarsson er frá keppni um þessar mundir eftir að hann fékk þungt högg á annað augað í viðureign Flensburg og Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni í handknattleik á þriðjudagskvöldið. Óvíst er hversu lengi Selfyssingurinn verður frá keppni.Teitur...

Molakaffi: Stiven, Viktor, Andrea, Óðinn, Haukur, Minden, Karlskrona, Ásgeir, Hannes

Stiven Tobar Valencia skoraði sjö mörk og var markahæstur hjá Benfica þegar liðið gerði jafntefli við ABC de Braga, 30:30, á heimavelli í gær í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik. Benfica er í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum á...

Selfoss sótti tvö stig vestur yfir heiðina – þriðja tap KA

Selfyssingar hrósuðu í fyrsta sinn sigri í Olísdeild karla á leiktíðinni síðdegis í dag þegar þeir lögðu HK í Kórnum, 24:20, í 7. umferð deildarinnar. Grunn að sigrinum lagði Selfossliðið í fyrri hálfleik með öflugum varnarleik sem varð til...

Haukar lögðu meistarana – Lonac fór á kostum

Haukar slógu tvær flugur í einu höggi í dag í Olísdeild kvenna í handknattleik með því annars vegar að verða fyrst liða til þess að vinna Íslandsmeistara Vals og hinsvegar að tylla sér í toppsætið. Í hörkuleik á Ásvöllum...

Þorsteinn Leó skaut Aftureldingu áfram

Afturelding vann hreint ævintýralegan sex marka sigur á norska liðinu Nærbø, 29:23, að Varmá í kvöld og komst þar með áfram í 32-liða úrslit Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla. Samanlagt vann Afturelding með einu marki 51:50. Nærbø, sem vann keppnina...

Grill 66karla: Þórsarar elta Fjölnismenn – Fram lagði ÍR – úrslit og staðan

Þórsarar halda áfram að elta Fjölni eins og skugginn í Grill 66-deild karla í handknattleik. Þór lagði Hörð frá Ísafirði, 33:25, í Höllinni á Akureyri í dag þegar fimmtu umferð deidarinnar lauk. Akureyrarliðið hefur þar með níu stig eins...

Streymi: Afturelding – Nærbø, klukkan 18.30

Mögulegt er að fylgjast með streymi frá viðureign Aftureldingar og norska liðsins Nærbø í Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla. Leikurinn hefst klukkan 18.30 að Varmá.Afturelding fékk heimild frá EHF til þess að sýna leikinn. Greiða þarf 15 evrur fyrir...

Aronslausir FH-ingar unnu í Belgrad – Daníel skellti í lás

FH-ingar gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sér sæti í 3. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla með ævintýralegum sigri í Belgrad í dag á RK Partizan. FH vann síðari leikinn ytra í dag með sjö marka mun, 30:23, eftir...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Monsi mætti á fyrstu æfinguna hjá RK Alkaloid

Úlfar Páll Monsi Þórðarson er formlega orðinn leikmaður RK Alkaloid í höfuðborginni, Skopje í Norður Makedóníu. Hann tók þátt...
- Auglýsing -