Monthly Archives: October, 2023

Sænski vandræðagemsinn leggur skóna á hilluna

Sænski handknattleiksmaðurinn Christoffer Brännberger hefur ákveðið að leggja keppnisskóna á hilluna eftir að hafa fengið enn eitt keppnisbannið fyrir grófan leik í sænsku úrvalsdeildinnni með liði sínu Önnereds. Brännberger tilkynnti ákvörðun sína í gærkvöld eftir að hafa verið úrskurðaður...

Fyrsti liður í undirbúningi fyrir stærra verkefni

„Við þekkjum mjög lítið til landsliðs Lúxemborgar. Eftir því sem næst verður komist leika flestir ef ekki allir með félagsliðum í heimalandinu. Deildin þar er ekki mjög sterk. Vegna þessa þá einbeitum við okkur fyrst og síðast að okkur...

Dagskráin: HK-ingar koma í heimsókn í Kaplakrika

Vegna leiks FH og serbneska liðsins RK Partizan frá Belgrad í Evrópubikarkeppninni á næsta laugardag var ákveðið að færa fram viðureign FH og HK í Olísdeild karla í handknattleik. Þess vegna sækja HK-ingar liðsmenn FH heim í Kaplakrika í...

Molakaffi: Elvar, Ágúst, Vilhelm, Arnór, Ýmir, Tryggvi, Hüttenberg

Leikmenn Ribe-Esbjerg léku við hvern sinn fingur þegar þeir lögðu Lemvig, 31:22, í áttundu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar á heimavelli í gærkvöld. Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark og átti þrjár stoðsendingar í þessum örugga sigri. Ágúst Elí Björgvinsson spreytti sig...

Valsmenn voru ekki í vandræðum með Stjörnuna

Valsmenn halda ótrauðir áfram að leggja andstæðinga sína í Olísdeild karla í handknattleik. Í kvöld lágu Stjörnumenn í valnum í upphafsleik sjöttu umferðar, 34:28. Valur hefur þar með unnið sex fyrstu leiki sína í deildinni. Fátt bendir til þess...

Koma til Íslands sex árum eftir endurreisn – í fyrsta sinn í undankeppni EM

Viðureign Íslands og Lúxemborgar í undankeppni EM kvenna í handknattleik á Ásvöllum á miðvikudaginn verður fyrsti leikur Lúxemborgar í riðlakeppni í undankeppni EM í sögu kvennalandsliðsins.Fram til þess hefur landslið Lúxemborgar nokkrum sinnum tekið þátt í forkeppni fyrir...

Grótta og Selfoss fögnuðu sigri í fyrstu umferð

Ungmennalið Gróttu, Stjörnunnar, ÍBV og Selfoss létu til sín taka í gær í 2. deild karla í handknattleik. Stjarnan, sem lagði ÍH í fyrstu umferð, tapaði í heimsókn í Hertzhöllina, 39:34, eftir að hafa verið marki yfir að loknum...

Handkastið: Þetta er svo mikill bútasaumur

„Mér finnst þetta svo undarlega samansettur leikmannahópur, þetta er svo mikill bútasaumur,“ segir Teddi Ponsa í umræðum um karlalið Stjörnunnar í nýjasta þætti Handkastsins.„Þetta minnir á körfuboltalið í Bandaríkjunum sem er með tvo til þrjá geggjaða leikmenn en er...

Dagskráin: Stjarnan sækir Valsmenn heim

Vegna þátttöku Aftureldingar, FH, ÍBV og Vals í Evrópubikarkeppninni í handknattleik karla um næstu helgi verður leikjum liðanna í sjöttu umferð flýtt um nokkrar daga. Þeir dreifast á næstu þrjá daga áður en þrír síðustu leikir sjöttu umferðar Olísdeildar...

Molakaffi: Dagur, Axel, Elías, Dana, Teitur, Andrea, Sveinn, Hákon, Örn

Dagur Gautason er í úrvalsliði norsku úrvalsdeildarinnar fyrir septembermánuð. Dagur gekk til liðs við ØIF Arendal í sumar. Hann skoraði 23 mörk í 29 skotum í leikjum mánaðarins í norsku úrvalsdeildinni, af þeim voru 17 mörk í 20 tilraunum...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

EM19: Svartfjallaland – Ísland kl. 15 – textalýsing

Landslið Íslands og Svartfjallalands mætast í þriðju og síðustu umferð B-riðils Evrópumóts 19 ára landsliða í Bemax Arena í...
- Auglýsing -