Monthly Archives: December, 2023

Verður að taka það jákvæða út úr þessu

„Við léttum upp stemninguna eftir leikinn við Paragvæ. Horfðum saman á leik Ungverja og Svía og síðan litu nokkrar á kviss. Í dag fórum við aðeins yfir leikinn til að loka þeim kafla. Þar kom í ljós að við...

Ætlum að klára þessa keppni með stæl

„Ég spilaði með unglingalandsliðinu á HM 2018 gegn Kína. Þá fann maður greinilega fyrir að Kínverjar leika svolítið öðruvísi handknattleik en flestir aðrir. Leikmenn voru snöggar og léttari en við. Það er kannski eitthvað sem við getum nýtt okkur...

Það kvað vera fallegt í Kína

Það er erfitt að trúa því, að landsliðskonurnar okkar ætli að gefa eftir, þegar leikurinn stendur sem hæst. „Forsetabikarinn“ er í sjónmáli – fyrsti bikarinn, sem er í boði hjá konunum síðan á Norðurlandamótinu í Laugardalnum 1964. Þá tvíefldust...

Molakaffi: Donni, Örn, Bjarki, Gensheimer

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði eitt mark fyrir PAUC þegar liðið tapaði með fimm marka mun í heimsókn til granna sinni í Montpellier, 36:31, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gær.  Donni lék með í 16 mínútur. Hann...

Grilll 66karla: Þórsurum og Fjölnismönnum varð á í messunni

Leikmönnum Fjölnis og Þórs var á í messunni í dag í leikjum sínum í Grill 66-deild karla og verða þar af leiðandi að sætta sig við að vera áfram stigi á eftir ÍR í kapphlaupinu um sæti í Olísdeild...

Stefnan er tekin á forkeppni ÓL

Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari íslenska karlalandsins í handbolta var gestur Íþróttavikunnar sem er vikulegur þáttur á vegum Hringbrautar. Snorri fór yfir Evrópumótið sem framundan er í janúar og fór ekki í grafgötur með hvert markmiðið er fyrir mótið. Það...

Norðmenn mæta Hollendingum eftir tap fyrir Frökkum

Frakkland lagði Noreg í jöfnum og afar spennandi leik í lokaumferð í milliriðli tvö á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Þrándheimi í kvöld, 24:23, eftir að jafnt var að loknum fyrri hálfleik, 12:12.Frakkland mætir þar með Tékklandi í átta...

Þetta var vont tap hjá okkur

„Mér fannst við byrja leikinn af krafti og hafa ágætis stjórn á leiknum framan af. Við vorum búnir að setja þetta þannig upp að þetta væri leikurinn sem gæti slitið okkur upp úr neðrihlutanum,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson þjálfari...

Arnar Freyr skoraði jöfnunarmark í toppslag

Jöfnunarmark Arnars Freys Arnarssonar fyrir MT Melsungen 76 sekúndum fyrir leikslok á heimavelli gegn Magdeburg í dag reyndist tryggja liðinu annað stigið í leiknum, 29:29. Þrátt fyrir að bæði lið hafi fengið tækifæri til þess að bæta við mörkum...

Hollendingar taka Tékka með sér til Þrándheims

Hollendingar og Tékkar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum úr milliriðli fjögur á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna. Hollendingar voru í góðri stöðu fyrir síðasta leik sinn og tefldu ekki á tvær hættur heldur gerðu út um vonir Spánverja...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Verðum að vera á tánum frá byrjun

„Pólska liðið er afar sterkt og þess vegna frekar óvænt að það hafnaði í hópi liðanna í neðri hluta...
- Auglýsing -