- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dauðfeginn að leiknum er lokið

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik. Mynd/Carina Johansen - EPA
- Auglýsing -

„Þetta var algjör barningur. Ég dauðfeginn að leiknum er lokið,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik karla í samtali við handbolta.is í Nord Arena í kvöld eftir að íslenska landsliðið vann Paragvæ í annarri umferð keppninnar um forsetabikarinn á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik, 26:19. „Þetta var mikill barningur,“ sagði Arnar ennfremur og ljóst var að þungu fargi var af honum létt eins og fleirum.

Getum þakkað fyrir

„Við áttum góðan kafla framan af fyrri hálfleik en eftir það var leikurinn ekki góður af okkar hálfu. Það verður bara að segja það eins og er. Við lékum alls ekki nógu vel og getum þakkað fyrir að hafa unnið leikinn. Af þessum leik verðum við að læra,“ sagði Arnar.

„Við töpuðum boltanum alltof oft, leikur okkar varð stífur og okkur tókst ekki að leika kerfin til enda. Við áttum að vera með svör við þessu öllu saman en því miður þá náðum við ekki reiða þau fram. Leikmenn voru til dæmis ekki nógu beinskeyttir á markið. Þegar við erum ekki á okkar hraða þá töpum við boltanum alltof oft. Betra lið en Paragvæ hefði refsað okkur fyrir spilamennskuna,“ sagði Arnar og bætti við að ekkert væri annað að gera en að halda áfram og gera betur.

Sigur er allt af sigur en úff, þetta var mjög ljótt

HM kvenna ´23: Forsetabikar: leikir, úrslit, staðan

Sigur á Paragvæ eftir mikinn barning

Er fyrst og fremst glöð með að hafa unnið leikinn

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -