Í ljós hefur komið að ekki aðeins fór handknattleikskonan frá Selfossi, Katla María Magnúsdóttir, úr vinstri ökklalið í undanúrslitaleik Selfoss og Stjörnunnar í Laugardalshöll eins og handbolti.is sagði frá í gærkvöld heldur brotnaði einnig vinstri sköflungurinn. Ljóst er að...
„Ég er mjög ánægður með að málið sé komið svona langt. Ferillinn hefur verið langur,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson formaður Handknattleikssambands Íslands (HSÍ) við handbolta.is í dag á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni þess að auglýst hefur verið...
Fréttatilkynning frá Mennta- og barnamálaráðuneyti:
Þjóðarhöll ehf., fyrir hönd ríkis og Reykjavíkurborgar, býður fyrirtækjum og teymum að sækja um þátttöku í forvali fyrir samkeppnisútboð fyrir hönnun og byggingu nýrrar Þjóðarhallar fyrir innanhúsíþróttir í Laugardal.
Þetta er tækifæri til að vera hluti...
Vilborg Pétursdóttir og samherjar hennar í AIK hafa endurheimt sæti sitt í næstu efstu deild sænska handknattleiksins, Allsvenskan, eftir eitt tímabil í 1. deild Norra. Allsvenskan er deildin sem er næst fyrir neðan úrvalsdeildina, sem nefnd er Handbollsligan á...
„Töpin verða ekki sárari,“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir landsliðskona og leikmaður Selfoss í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir að Selfoss tapaði fyrir Stjörnunni, 26:25, í framlengdum undanúrslitaleik í Powerade-bikar kvenna í handknattleik. Þetta var fyrsta tap Selfossliðsins á...
Einn leikur fer fram í Olísdeild kvenna í kvöld. KA/Þór fær ÍBV í heimsókn. Leiknum var frestað fyrr á árinu vegna veðurs. Vonandi verður hægt að koma leiknum á dagskrá í kvöld.
Hörkuleikur verður í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði þegar...
„Þetta var heldur betur leikur og Selfossliðið lék mjög vel og saumaði hressilega að okkur,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir hin þrautreynda línukona Stjörnuliðsins og aðstoðarþjálfari liðsins í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir sigur Stjörnunnar á Selfossi, 26:25, í framlengdri...
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) standa að ráðstefnunni, Konur og íþróttir, forysta og framtíð, sem hefst klukkan 9 árdegis í dag og stendur til klukkan 12. Uppselt er á ráðstefnuna en hér fyrir neðan er...
Viggó Kristjánsson skoraði sjö mörk og varð markahæstur hjá SC DHfK Leipzig þegar liðið vann Stuttgart, 27:25, í Stuttgart í gær en leikurinn er liður í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Þetta var þriðji sigurleikur SC DHfK Leipzig í...
Stjarnan leikur við Val í úrslitum Powerade-bikarsins í handknattleik kvenna á laugardaginn. Stjarnan vann Selfoss, 26:25, eftir framlengdan háspennuleik í Laugardalshöll. Staðan var jöfn, 23:23, eftir venjulegan leiktíma. Að loknum fyrri hálfleik var staðan jöfn, 12:12.Þetta er fyrsti tapleikur...