Monthly Archives: April, 2024
Efst á baugi
Fjölnir framlengir samningum við leikmenn
Handknattleiksdeild Fjölnis hefur á síðustu vikum skrifað undir nýja samninga við nokkra leikmenn liðsins. Fjölnir leikur í Grill 66-deild kvenna á næsta keppnistímabili eins og á nýliðnum vetri.Þyri Erla Sigurðardóttir markvörður sem er uppalin hjá félaginu. Hún hefur verið...
Fréttir
Dagskráin: Umspil Olísdeildar kvenna hefst að Varmá
Umspil Olísdeildar kvenna hefst í kvöld í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ. Afturelding tekur á móti Gróttu. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki í umspilinu fær þátttökurétt í Olísdeild kvenna á næsta keppnistímabili.Afturelding...
Efst á baugi
Molakaffi: Ágúst, Elvar, Óðinn, Axel, Elías
Ribe-Esbjerg, sem Ágúst Elí Björgvinsson og Elvar Ásgeirsson leika með krækti í annan vinning sinn í úrslitakeppni efstu liða dönsku úrvalsdeildarinnar í gær. Ribe-Esbjerg vann Bjerringbro/Silkeborg, 37:33, á heimavelli í riðli eitt í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Annað fyrirkomulagt...
Efst á baugi
Eigi er enn sopið kálið þó að í ausuna sé komið
Valur stendur vel að vígi eftir átta marka sigur á rúmenska liðinu Minaur Baia Mare, 36:28, í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla í stórkostlegri stemningu N1-höllinnni á Hlíðarenda í kvöld að viðstöddum nærri 1.500 áhorfendum....
Efst á baugi
Ég er ánægður með strákana
https://www.youtube.com/watch?v=I9tcNKA9cMs„Ég hefði helst viljað fá fleiri bolta varða," sagði Magnús Stefánsson þjálfari ÍBV í samtali við handbolta.is í Kaplakrika í kvöld eftir að ÍBV tapaði fyrir FH, 36:31, í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik. Næsta...
Efst á baugi
Það var sterkt að halda út
https://www.youtube.com/watch?v=X35RE_6gXvg„Fyrst og fremst var þetta góð liðsframmistaða,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari FH í samtali við handbolta.is í Kaplakrika í dag eftir fimm marka sigur FH á ÍBV í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik, 36:31.„Ég er...
Efst á baugi
FH-ingar voru öflugri í fyrstu orrustunni
FH vann nokkuð sannfærandi sigur á ÍBV í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í Kaplakrika í dag, 36:31, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 20:15. Hafnarfjarðarliðið var með yfirhöndina í leiknum frá...
Fréttir
Íslendingaliðin jöfnuðu metin í annarri umferð
Íslendingaliðin Skara HF og Kristianstad Handboll jöfnuðu í dag metin í einvígjum við andstæðinga sína í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik kvenna. Skaraliðar lögðu Höörs HK H 65, 28:24, á heimavelli. Kristianstand vann Gautaborgarliðið Önnereds með eins...
Fréttir
Viggó er mættur til leiks á ný – sigur í Nürnberg
Viggó Kristjánsson lék á ný með Leipzig í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag eftir nokkra fjarveru vegna veikinda. Endurkoma Seltirningsins hafði sannarlega góð áhrif á samherja hans sem fóru heim með bæði stigin frá heimsókn til Erlangen...
Evrópukeppni karla
„Þetta er bara veisla“
https://www.youtube.com/watch?v=KxvaxBcCT4o„Þetta er flottur viðburður sem mikið er í lagt,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals sem vonast eftir að N1-höll félagsins verði troðfull af áhorfendum þegar Valur mætir CS Minaur Baia Mare í undanúrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla klukkan...
Nýjustu fréttir
HM “25: Leikjdagskrá, úrslit, staðan
Heimsmeistaramót karla í handknattleik stendur yfir í Danmörku, Noregi og í Króatíu frá 14. janúar til 2. febrúar 2025....