Í tilefni Ólympíuleikanna sem fram fara í sumar hefur danska íþróttasambandið ýtt úr vör kosningu á stærsta/þekktasta íþróttamanni landsins síðustu 125 ár eða frá því að nútíma Ólympíuleikar voru haldnir fyrst.
Valið stendur á milli 125 íþróttamann af báðum kynjum sem sett hafa sterkan svip sinn á danskt íþróttalíf á þessum tíma. Kosningin fer fram á netinu og verður greint frá niðurstöðum þegar líður fram á sumarið en Ólympíuleikarnir standa yfir fram í ágúst.
Meðal þeirra 125 íþróttamanna sem valið stendur um í netkosningu eru 14 handknattleiksmenn sem segir e.t.v. talsvert um stöðu handknattleiks í Danmörku.
Umræddir 14 handknattleiksmenn eru:
Anette Hoffmann.
Anja Andersen.
Camilla Andersen.
Else Birkemose.
Erik Holst.
Holger Nielsen.
Janne Kolling.
Jørgen Petersen.
Karin Mortensen.
Kasper Hvidt.
Knud Lundberg.
Lars Christiansen.
Mikkel Hansen.
Niklas Landin.