Framarar eru í tveimur efstu sætum yfir markahæstu leikmenn Grill 66-deildar kvenna á leiktíðinni sem lauk á dögunum. Sara Rún Gísladóttir, Fram2, skoraði 121 mark í 17 leikjum eða 7,1 mark að jafnaði í leik. Samherji Söru Rúnar, Sóldís Rós Ragnarsdóttir, var næst á eftir með 116 mörk. Hún lék þremur leikjum færra en Sara Rún. Sóldís Rós skoraði flest mörk að meðaltali í leikjum deildarinnar, 8,3.
Næst á eftir leikmönnum Fram er Ester Amíra Ægisdóttir, Haukum2 með 113 mörk í 18 leikjum, 6,3 mörk að meðaltali í leik. Hulda Dagsdóttir úr Aftureldingu var sú þriðja sem rauf 100 marka múrinn í Grill 66-deildinni. Hulda skoraði 107 mörk í 16 leikjum á fyrsta tímabili sínu hér á landi um árabil.
Markadrottning deildarinnar tímabilið 2023/2024, Víkingurinn Ída Bjarklind Magnúsdóttir, varð í sjötta sæti í vetur eða 90 mörk í 18 leikjum.
Fyrir neðan auglýsinguna eru 20 markahæstu leikmenn Grill 66-deildar kvenna 2024/2025 samkvæmt samantekt tölfræðiveitunnar HBStatz. Innan sviga er fjöldi leikja.
| Sara Rún Gísladóttir | Fram2 | 121 (17). |
| Sóldís Rós Ragnarsdóttir | Fram2 | 116 (14). |
| Ester Amíra Ægisdóttir | Haukar2 | 113 (18). |
| Hulda Dagsdóttir | Aftureldingu | 107 (16). |
| Hildur Guðjónsdóttir | FH | 94 (18). |
| Guðrún Hekla Traustadóttir | Valur2 | 91 (16). |
| Ída Bjarklind Magnúsdóttir | Víkingi | 90 (18). |
| Sólveig Ása Brynjarsdóttir | Fjölni | 85 (16). |
| Katrín Helga Davíðsdóttir | Aftureldingu | 83 (18). |
| Aníta Eik Jónsdóttir | HK | 83 (18). |
| Susanne Denise Pettersen | KA/Þór | 82 (16). |
| Valgerður Arnalds | Fram2 | 78 (15). |
| Ásrún Inga Arnarsdóttir | Valur2 | 77 (16). |
| Elín Ása Bjarnadóttir | Fram2 | 74 (18). |
| Auður Brynja Sölvadóttir | Víkingi | 73 (18). |
| Hekla Fönn Vilhelmsdóttir | HK | 71 (18). |
| Hafdís Shizuka Iura | Víkingi | 70 (18). |
| Leandra Náttsól Salvamoser | HK | 69 (16). |
| Arna Karitas Eiríksdóttir | Valur2 | 68 (15). |
| Lovísa Líf Helenudóttir | Aftureldingu | 67 (18). |
Hér fyrir neðan er hægt að finna markahæstu leikmenn Grill 66-deilda kvenna síðustu leiktíðir:
Grill 66-deild: Ída Bjarklind iðnust við að skora
(Markahæstar í Grill 66-deild kvenna 2023/2024).
Ætlaði sér að verða markahæst í deildinni
(Markahæstar í Grill 66-deild kvenna 2022/2023).
Markadrottning Grill66-deildar: „Vissi að ég átti góða möguleika“
(Markahæstar í Grill 66-deild kvenna 2021/2022).
Sara Katrín skoraði nærri 10 mörk að jafnaði í leik
(Markahæstar í Grill 66-deild kvenna 2020/2021).





