Frakkar létu Þjóðverja ekki vefjast fyrir sér í viðureign þjóðanna á Evrópumóti kvenna í handknattleik í Arena SC Boris Trajkovski keppnishöllinni í Skopje í kvöld. Franska liðið var með yfirhöndina frá upphafi til enda og vann öruggan sigur, 29:21, þrátt fyrir að óvenjumargir hnökrar hafi á tíðum verið á leik liðsins. Forskot Frakka var fjögur mörk að loknum fyrri hálfleik, 13:9.
Með sigrinum tryggði franska liðið sér sæti í undanúrslitum EM. Þar með liggur fyrir að Frakkar og Svartfellingar fara úr milliriðli tvö í undanúrslit mótsins. Líklegt er að Svartfellingar mæti Norðmönnum í undanúrslitum á föstudag og Frakkar mæti liðinu sem hafnar í öðru sæti í milliriðli eitt. Eftir að milliriðlakeppninni lýkur annað kvöld liggur það skýrt fyrir.
Mörk Frakklands: Orlane Kanor 5, Coralie Lassource 4, Pauletta Foppa 4, Tamara Horacek 3, Grace Zaadi 3, Pauline Coatanea 3, Chloe Valentini 2, Laura Flippes 2, Estelle Nze Minko 2, Alicia Toublanc 1.
Varin skot: Cléopatre Darleux 10, 36% – Floriane Andre 0.
Mörk Þýskalands: Alina Grijseels 7, Silje Petersen 3, Emily Bölk 3, Meike Schmelzer 2, Lisa Antl 1, Xenia Smits 1, Julia Maidhof 1, Alexia Hauf 1, Luisa Schulze 1, Johanna Stockschlader 1.
Varin skot: Katharina Filter 6, 22% – Isabell Roch 0.
Staðan í milliriðli 2:
Frakkland | 4 | 4 | 0 | 0 | 117 – 85 | 8 |
Svartfjallaland | 4 | 3 | 0 | 1 | 113 – 109 | 6 |
Spánn | 4 | 1 | 1 | 2 | 102 – 108 | 3 |
Holland | 4 | 1 | 1 | 2 | 110 – 119 | 3 |
Þýskaland | 4 | 1 | 0 | 3 | 103 – 109 | 2 |
Rúmenía | 4 | 1 | 0 | 3 | 111 – 126 | 2 |