- Auglýsing -
- Auglýsing -

Björgvin Páll: Taldi mig knúinn til að láta í mér heyra

Björgvin Páll Gústavsson markvörður Vals. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Án þess að fara of ítaralega ofan í þessu skilaboð, sem ég hélt að væru okkar á milli, þá var tilgangur þeirra að fá hann til þess að endurhugsa endurkomuna og fá hann til að setja heilsuna í fyrsta sætið,“ skrifar Björgvin Páll Gústavsson markvörður Vals og íslenska landsliðsins í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir stundu vegna viðtals á Vísir við Kristján Örn Kristjánsson leikmann PAUC og íslenska landsliðsins í handknattleik.


Í viðtalinu segist Kristján Örn, Donni, hafa fengið niðrandi skilaboð frá leikmanni Vals sólarhring fyrir leik PAUC og Vals í síðasta mánuði. Skilaboðunum líkir Donni við að sparkað hafi verið liggjandi mann.


Yfirlýsing Björgvins Páls:
Ég er þannig gerður ég vil frekar tala við fólk en um fólk. Það er einmitt þannig sem að skilaboðin mín á Kristján byrjuðu en ég sendi skilaboðin ekki sem valsari heldur sem liðsfélagi hans úr landsliðinu.


Án þess að fara of ítaralega ofan í þessu skilaboð, sem ég hélt að væru okkar á milli, þá var tilgangur þeirra að fá hann til þess að endurhugsa endurkomuna og fá hann til að setja heilsuna í fyrsta sætið. Daginn áður hafði ég komið mjög illa út úr viðtali þar sem ég óskaði honum góðs bata í þessu langa og erfiða ferli sem kulnun er og eins sendi ég honum skilaboð þar sem ég sagði honum að ég væri alltaf til staðar fyrir hann og að handboltinn væri aukaatriði.


Þegar ég fæ síðan þær fréttir að hann ætli að spila leik gegn okkur fannst mér knúinn til þess að láta í mér heyra þar sem minn grunar var að liðið (þjálfari og stjórn) væri að pressa á hann að spila og var hræddur um að enginn í kringum hann væri hugsa um hans hag. Bað hann að leita í fólkið í kringum sig og reyndi að útskýra það fyrir honum að það að spila þennan leik væri slæm hugmynd. Hann segir það sjálfur að það hafi verið mistök og finnst alveg ótrúlega sorglegt að enginn í kringum Kristján hafi áttað sig á stöðunni og gripið inní.


Eftir leikinn gekk ég á forseta félagsins (PAUC) þar sem ég lét óánægju mína í ljós að félagið skuli ekki vernda hann betur og séu að láta hann spila. Það samtal endaði á að stíga þurfti mig og forseta PAUC í sundur af fyrirliða PAUC sem tók undir allt sem ég sagði og sagði sjálfur félagið hefði aldrei átt að láta Kristján spila. Þessi tiltekni forseti lét allskonar óviðeigandi orð falla og sagði mig greinilega ekki skilja andlega veikindi. Sá hinn sami og mögulega Kristján einnig þekkja mína sögu líklega ekki nægilega vel.


Mín fyrstu kynni af Kristjáni var þegar ég hrósaði honum fyrir að opna sig með kvíða þegar hann spilaði með Fjölni hér heima fyrir 7 árum síðan og það sama tímabil tók ég utan hann eftir tapleik og sat meðan honum í dágóða stund þar sem við ræddum ýmis mál. Síðan þá hef ég nálgast Kristján og reynt að aðstoða hann þegar kemur að viðtölum og hvernig hann kemur hlutunum frá sér. Kristján er frábær drengur og geggjaður handboltamaður sem ég vona að sé á flottum stað. Hann er allavega mættur aftur út á völlinn og er að spila frábærlega með sínu liði.“

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -