- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Andleg raun og lærdómur eins og fleira á þessu móti

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari gefur skipanir frá hliðarlínunni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Framundan er leikur um bikar og við virðum þá staðreynd. Við ætlum okkur að vinna hann,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir sigur íslenska landsliðsins á kínverska landsliðinu. Sigurinn þýðir að íslenska landsliðið leikur um forsetabikarinn á heimsmeistaramótinu gegn landsliði Kongó á miðvikudagskvöld í Arena Nord í Frederikshavn. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.

Óttaðist að tankarnir væru að tæmast

„Eins og málum er komið er ég mjög sáttur. Leikurinn í kvöld var sá níundi á 19 dögum. Ég er stoltur af stelpunum því það er andleg raun fyrir þær að taka þátt í þessu og vera saman í svona langan tíma. Nokkuð sem við höfum svo sem gott af að fara í gegnum eins allt annað á þessu móti. Um tíma óttaðist ég að tankarnir væru að tæmast en hvernig þær kláruðu síðustu 15 mínúturnar í kvöld var mjög gott og sannfærði mig um að nóg er eftir á tanknum,“ sagði Arnar.

Ljóst var á fasi Eyjamannsins eftir sigurleikinn að talsverðu fargi var létt af herðum hans.

Sneru bökum saman

„Mér leist ekki alveg á blikuna um tíma í leiknum því við fórum illa með góð færi sem leikmenn eru ekki vanir að gera. Sendingarmistök bentu einnig til þess að það gæti brugðið til beggja vona. Mér fannst það lykta af þreytu en stelpurnar svöruðu því heldur betur með því að snúa bökum saman á endasprettinum,“ sagði Arnar sem strax var farinn að horfa til úrslitaleiksins við Kongóbúa á miðvikudaginn.

„Nú eigum við eftir eitt óklárað verkefni áður við höldum heim á fimmtudaginn. Það verður bara spennandi og skemmtilegt að fást við Kongóliðið á miðvikudaginn,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í samtali við handbolta.is í gærkvöld.

Tengt efni:

Er það fallið? Ég var ekki alveg viss

Geggjuð frammistaða – æðisleg stemning

Sandra bætti markamet Karenar á HM

Ellefu mörk skoruð eftir gegnumbrot

Lokaverkefnið framundan

Kínverjar brotnir á bak aftur – Ísland í úrslitaleik

HM kvenna ´23: Forsetabikar: leikir, úrslit, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -