- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Er það fallið? Ég var ekki alveg viss

Sandra Erlingsdóttir í metleiknum í kvöld. Mynd/IHF
- Auglýsing -

„Er það fallið? Ég var ekki alveg viss hvort ég hefði náð því í kvöld. Þetta er geggjað,“ sagði Eyjamærin Sandra Erlingsdóttir og ljómaði eins sólin yfir Heimey á fögrum sumardegi þegar handbolti.is sagði henni frá því að hún hafi slegið markamet Karenar Knútsdóttur á heimsmeistaramóti í sigurleiknum á Kínverjum á heimsmeistaramótinu í kvöld í Arena Nord í Frederikshavn.

Fimmta markið!

Eins og handbolti.is sagði frá strax eftir leikinn í kvöld er Sandra komin tveimur mörkum upp fyrir Karen með 30 mörk í sex HM-leikjum. Fimmta mark Söndru í leiknum í kvöld, sem hún skoraði úr vítakasti á 41. mínútu, 19:16, var það 29. og þar með féll metið.

Verður gaman að horfa til baka

„Það er gaman að ná litlum áföngum á svona móti. Allt hjálpar manni. Maður tekur þetta með sem bónus.

Þótt úthaldið hjá okkur sé orðið langt þá held ég að maður hugsi með ánægju til baka þegar heim verður komið. Maður reynir að njóta eftir mætti enda eru það hrein forréttindi að vera hér, jafnvel þótt við séum að keppa um forsetabikarinn.

Staðreyndin er sú að við erum með á HM í fyrsta sinn í 12 ár. Við erum þó komnar það langt. Ofan á þetta byggjum við til framtíðar,“ sagði Sandra Erlingsdóttir í samtali við handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -