Jón Pétur Jónsson skoraði 13 mörk gegn rúmenska liðinu Dinamo Búkarest í Evrópukeppni meistaraliða 1978-1979.
Valsmenn fögnuðu þá jafntefli í Búkarest, 20:20, eftir að vera fjórum mörkum undir þegar 8 mínútur voru til leiksloka. Þeir gáfust ekki upp og skoraði Jón Pétur jöfnunarmarkið þegar 20 sek. voru til leiksloka.
Besti leikur Vals
„Þetta var besti leikur sem Valur hefur spilað,“ sagði Hilmar Björnsson, þjálfari Vals.
Ólafur Benediktsson átti stórleik í markinu og þá var Gunnsteinn Skúlason, aðstoðarþjálfari, traustur, en hann tók óvænt fram skóna fyrir leikinn.
Þetta og fleira sem tengist karlaliði Vals í handknattleik að fornu og nýju er rifjað upp í tilefni þess að í dag leikur Valur við Steaua Búkarest í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla. Um er að ræða fyrri viðureign liðanna. Sú síðari fer fram í N1-höll Valsara á Hlíðarenda á næsta laugardag.
Fleira í þessari upprifjun er að finna þegar smellt er á hlekkinn hér fyrir neðan: