Anna Karen Hansdóttir hefur skrifað undur nýjan samning við handknattleiksdeild Stjörnunnar. Anna Karen er 22 ára vinstri hornamaður. Hún kom til Stjörnunnar fyrir fjórum árum frá Danmörku þar sem hún er fædd og uppalin. Í Danmörku lék Anna Karen með Egebjerg IF, Skanderborg og Horsens Håndboldklub.
„Anna Karen hefur marga kosti sem leikmaður, spilar í vinsta horni í sókn en getur spilað margar stöður í vörn, hefur mikinn metnað fyrir íþróttinni og er ég mjög ánægður að hún verði áfram hjá okkur í Garðabænum,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfara meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni.
Anna Karen skoraði 68 mörk með Stjörnunni í 20 leikjum í Olísdeildinni í vetur.
Því má bæta við að Steinunn, eldri systir Önnu Karenar, sem einnig er vinstri hornamaður lék um árabil með íslenska landsliðinu en einnig með dönskum félagsliðum en einnig Selfossi. Ekkert hefur frést af Steinunni síðasta árið eftir að hún hætti að leika með Skanderborg Håndbold.
Sjá einnig:
Eva Björk hefur skrifað undir nýjan samning