- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Pellas, Hansen, hætta á samfélagsmiðli

Lucas Pellas var leikmaður sænska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Sænski landsliðsmaðurinn Lucas Pellas sleit hásin á æfingu nokkrum dögum eftir að sænska landsliðið lauk keppni á heimsmeistaramótinu í handknattleik á dögunum. Pellas leikur ekki fleiri leiki með Montpellier á leiktíðinni en verður væntanlega mættur til leiks í haust. Eins og komið hefur fram á handbolti.is þá hefur Montpellier augastað á Degi Gautasyni til að hlaupa í skarðið fyrir Pellas. 
  • Pellas er enn einn sænski landsliðsmaðurinn sem er á sjúkralista um þessar mundir og kom verulega niður á árangri sænska landsliðsins HM. Svíar höfnuðu í 13. sæti sem er lakasti árangur þeirra á HM um langt skeið.
  • Danska landsliðskonan Anne Mette Hansen hefur samið við rúmenska meistaraliðiðið CSM Búkarest frá og með næsta keppnistímabili. Hansen, sem er helsta driffjöður danska kvennalandsliðsins, er nú leikmaður Metz í Frakklandi.  Tvær danskar landsliðskonur eru þegar á samningi hjá CSM, Trine Østergaard og Emma Friis. Hansen er ætlað að fylla í skarðið sem Christina Neagu skilur eftir sig þegar hún leggur skóna á hilluna í sumar. 
  • Sænska handknattleikliðið IFK Kristianstad ætlar að yfirgefa samfélagsmiðilinn X, áður Twitter, frá og með 14. febrúar. Svo segir í tilkynningu félagsins. Ástæður þess að félagið lokar reikningi sínum á X er sú slæma þróun sem félagið segir að hafi átt sér stað miðlinum undanfarna mánuði. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -