- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annað tap í röð á heimavelli – ÍBV upp í þriðja sæti

Kári Kristján Kristjánsson leikmaður ÍBV. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH tapaði sínum öðrum leik í röð á heimavelli í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld er þeir töpuðu fyrir ÍBV með fimm marka mun, 34:29. ÍBV er þar með komið í þriðja sæti deildarinnar með 27 stig, stigi fyrir ofan FH þegar þrjár umferðir eru eftir. Haukar eru efstir með 30 stig og Valur er með 28 stig í öðru sæti.


ÍBV-liðið var mun sterkara frá upphafi til enda í Kaplakrika í kvöld. Segja má að lengst af hafi leikmenn FH verið á svipuðu róli og gegn Stjörnunni á sunnudagskvöld. Leikmenn gerðu sig seka um mörg einföld mistök. Svo virtist sem einbeitingin hafi ekki verið eins og best verður á kosið. Þá var varnarleiknum mjög ábótavant og markvarslan var lengi vel ekki góð.

Theodór Sigurbjörnsson að skora eitt fjögurra marka sinna fyrir ÍBV í kvöld án þess að Phil Döhler markvörður FH komi vörnum við. Mynd/J.L.Long


ÍBV var með sex marka forskot eftir fyrri hálfleik, 19:13. Sigri liðsins var aldrei ógnað í síðari hálfleik. Svavar Ingi Sigmundsson varði þó bærilega miðað við aðstæður.


Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV, fór meiddur af leikvelli þegar um sjö mínútur voru til leiksloka. Ekki er ljóst hvort um er að ræða alvarleg meiðsli.


Mörk FH: Jóhann Birgir Ingvarsson 7, Jakob Martin Ásgeirsson 5, Einar Örn Sindrason 5, Ágúst Birgisson 4, Ásbjörn Friðriksson 3/3, Gytis Smantauskas 2, Leonharð Þorgeir Harðarson 1, Birgir Már Birgisson 1, Jón Bjarni Ólafsson 1.
Varin skot: Svavar Ingi Sigmundsson 7, 31,8% – Phil Döhler 3, 13,6%.

Mörk ÍBV: Rúnar Kárason 6, Kári Kristján Kristjánsson 6/1, Dagur Arnarsson 5, Nökkvi Snær Óðinsson 5, Theodór Sigurbjörnsson 4, Sigtryggur Daði Rúnarsson 3, Ásgeir Snær Vignisson 3, Arnór Viðarsson 1, Sveinn José Rivera 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 13, 31,7%.

Öll tölfræði leiksins er hjá HB Statz.

Stöðu og næstu leiki í Olísdeild karla er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -