Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarni og félagar fóru upp í þriðja sæti

Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði fimm mörk og átti tvær stoðsendingar þegar lið hans IFK Skövde vann Hammarby IF HF, 29:25, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Bjarni var einnig vísað einu sinni af leikvelli. Hann mætti...

Ísrael fór áfram – Erlingur mætir Portúgal

Landslið Ísrael er komið áfram í síðari umferð umspilsins um sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla eftir að hafa fremur óvænt lagt landslið Litáen öðru sinni í dag, 27:25, í síðari viðureign liðanna í Alytus í Litáen. Ísrael vann...

KA/Þór treysti stöðu sína – Rut fór á kostum

KA/Þór treysti stöðu sína í þriðja sæti Olísdeildar kvenna með átta marka sigri á Haukum, 34:26, í 17. umferð deildarinnar í KA-heimilinu í dag. Íslandsmeistararnir voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 14:11. Þar með munar fjórum stigum á KA/Þór...

Allt gekk upp hjá Söndru á parketinu í Óðinsvéum

Sandra Erlingsdóttir fór hamförum á parketinu í Dalumhallen í Óðinsvéum í dag þegar lið hennar EH Aalborg vann DHG Odense, 32:30, í dönsku 1. deildinni í handknattleik.Sandra skoraði 14 mörk og vissu leikmenn DHG ekki sitt rjúkandi ráð þar...
- Auglýsing-

Dagskráin: Haukar sækja Íslandsmeistarana heim – fer Hörður á toppinn?

Sautjándu umferð Olísdeildar kvenna lýkur í dag með viðureign KA/Þórs og Hauka í KA-heimilinu. Liðin eru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar og aðeins munar tveimur stigum á þeim. Haukar hafa leikið einum leik fleira.Hörður getur farið í efsta...

Molakaffi: Elín Jóna, Wiede, Rodriguez, Danir, Frakkar, Turið Arge

Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði sjö skot, þar af eitt vítakast, 22%, þegar lið hennar Ringköbing Håndbold tapaði á heimavelli fyrir meisturum Odense Håndbold, 35:32, í dönsku úrvalsdeildinni í gær.  Odense er efst í deildinni með 48 stig eftir 25...

Belgar brjóta blað í handknattleikssögunni

Belgar brutu ekki aðeins blað í eigin sögu á handknattleiksvellinum í kvöld heldur einnig alþjóðlega þegar þeir tryggðu sér í fyrsta sinn keppnisrétt í lokakeppni heimsmeistaramóts karla í handknattleik. Belgar unnu Slóvaka á heimavelli, 31:26, og samanlagt með þriggja...

Dönsku piltarnir svöruðu fyrir sig

Landslið Danmerkur, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, svaraði í dag fyrir tapið fyrir íslenska landsliðinu í gærkvöld þegar liðin mættust á Ásvöllum. Danir voru mikið beittari í síðari hálfleik í dag og skoruðu 18 mörk og alls 32...
- Auglýsing-

Stjarnan fór upp að hlið ÍBV

Stjarnan komst upp að hlið ÍBV með 16 stig í fimmta til sjötta sæti Olísdeildar kvenna með öruggum sigri á Aftureldingu, 35:26, í 17. umferð deildarinnar á Varmá í dag. ÍBV á tvo leiki til góða á Stjörnuna.Stjörnukonur...

Streymi: Ísland – Danmörk, U20 ára lið karla, kl. 16

Landslið Íslands og Danmerkur í karlaflokki, skipuð leikmönnum 20 ára og yngri mætast öðru sinni í vináttulandsleik í handknattleik á Ásvöllum í Hafnarfirði klukkan 16.Íslenska liðið vann fyrri viðureignina, sem fram fór á Ásvöllum í gær, 28:22, eftir að...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16806 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -