- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Grannaslagur í bikarnum og Grill 66-deildin

Blásið verður til leiks í Coca Cola-bikarkeppninni í handknattleik karla í kvöld, bikarkeppni HSÍ. Sannkallaður stórleikur verður á dagskrá þegar Akureyrarliðin Þór og KA leiða saman hesta sína í Íþróttahöllinni á Akureyri klukkan 19.30. Grannaslagurinn gerist vart stærri hér...

Bætir við þremur árum hjá FH

Ásbjörn Friðriksson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Ásbjörn hefur verið einn af lykilleikmönnum FH síðastliðinn áratug og um leið einn allra besti leikmaður Olísdeildarinnar. Ásbjörn er einn allra leikjahæsti leikmaður Fimleikafélagsins og stefnir hraðbyri...

Molakaffi: Skoraði fyrsta markið og fiskaði víti, Romero og Nyfjäll

Hinn 16 ára gamli Elmar Erlingsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir ÍBV í Olísdeildinni í viðureign Stjörnunnar og ÍBV  í TM-höllinni í fyrrakvöld. Hann fiskaði einnig eitt vítakast.  Elmar hefur ekki langt að sækja handknattleiksáhugann. Faðir hans er Erlingur...

Ómar og Gísli voru öflugir – Íslendingar víða í eldlínunni

Átta leikir voru háðir í riðlunum fjórum í Evrópudeildinni í handknattleik karla í kvöld þar sem íslenskir handknattleikmenn komu talsvert við sögu í nokkrum þeirra. M.a. fóru Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson á kostum með SC Magdeburg...
- Auglýsing-

Aron lék við hvern sinn fingur í tíunda sigurleiknum

Aron Pálmarsson skoraði sex mörk og átti þrjár stoðsendingar fyrir Barcelona í kvöld þegar liðið lagði ungverska meistaraliðið Veszprém í B-riðli Meistaradeildar karla í handknattleik í Barcelona. Þetta var tíundi sigur Barcelona í Meistaradeildinni, tímabilið 2020/2021. Spænska stórliðið er...

Markaveisla á Torfnesi þegar HK kom í heimsókn

Sóknarleikurinn var í öndvegi í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði í kvöld þegar HK sótti heimamenn í Herði heim í Grill 66-deild karla í handknattleik. Leikmönnum héldu engin bönd og alls voru skoruð 67 mörk í 15 marka sigri HK,...

Fer til Vals í sumar

Handknattleiksdeild Vals hefur samið við Björgvin Pál Gústavsson til fimm ára. Hann gengur til liðs við félagið í sumar og mun hann leika með liðinu að minnsta kosti út tímabilið 2026. Frá þessu er greint á Facebook-síðu handknattleiksdeildar Vals....

Úr leik fram á næsta tímabil

Hornamaðurinn Friðrik Hólm Jónsson verður ekki með ÍBV fyrr en komið verður inn á næsta keppnistímabil í handknattleiknum. Friðrik Hólm varð fyrir því óláni að slíta krossband snemma árs. Af þeim sökum hefur hann ekkert verið í leikmannahópi ÍBV...
- Auglýsing-

Belgar leggja árar í bát

Belgar hafa ákveðið að draga landslið sitt úr undankeppni Evrópumóts karla í handknattleik. Ástæðan er kórónuveiran og afleiðingar hennar sem hefur leikið Belga grátt eins og marga aðra. Til stóð að belgíska landsliðið léki þrjá leiki í mars en...

Festir sig hjá Stjörnunni

Brynjar Hólm Grétarsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna til ársins 2024. Hann kom til Garðabæjarliðsins á síðasta ári frá Þór. Brynjar Hólm er lék áður með Akureyri handboltafélagi og síðan Þór eftir að upp úr samstarfi KA og...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
18388 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -