- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stöngin bjargaði báðum stigunum

Guif frá Eskilstuna, með Hafnfirðinginn Daníel Frey Andrésson á milli stanganna, skellti IFK Kristianstad, 29:28, á heimavelli í kvöld í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:15. Markstöngin bjargaði báðum...

Aron Rafn sló ekki slöku við á vaktinni

Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson átti góðan leik í kvöld þegar lið hans, Bietigheim, vann HSG Konstanz, 29:24, í þýsku 2. deildinni í handknattleik á heimavelli. Aron Rafn stóð allan leikinn í markinu hjá Bietigheim og varði 13 skot...

Stórleikur Katrínar Óskar í öruggum Framsigri

Fram kom sér upp að hlið Vals og KA/Þórs í Olísdeild kvenna í kvöld með öruggum sigri á lánlausum leikmönnum Stjörnunnar, 33:26, í TM-höllinni í Garðabæ. Stjarnan átti fyrri hálfleikinn en í síðari hálfleik hvorki gekk né rak og...

Haukar gerðu það gott í Eyjum

Haukar gerðu sér lítið fyrir og lögðu ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld með þriggja marka mun, 30:27, í Olísdeild kvenna í handknattleik eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:15. Haukar eru þar með...
- Auglýsing-

Ýmir Örn með tvö mörk í jafntefli við Aðalstein og félaga

Ýmir Örn Gíslason, landsliðsmaður í handknattleik, skoraði tvö mörk þegar Rhein-Neckar Löwen gerði jafntefli við svissneska liðið Kadetten Schaffhausen, 30:30, í D-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í kvöld. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari svissneska meistaraliðsins.Um var að ræða fyrri leik...

Er alls ekki af baki dottin

Hin þrautreynda handknattleikskona Martha Hermannsdóttir vonast til þess að mæta aftur út á handknattleiksvöllinn eftir þrjár til fjórar vikur með KA/Þórs-liðinu. Þetta sagði Martha í samtali við Seinni bylgjuna á Stöð2Sport en vísir.is vitnar til þess viðtals í dag....

Atli Rúnar og Stjörnuliðið verða fyrir miklu áfalli

Handknattleiksmaðurinn Atli Rúnar Steinþórsson, sem samdi á dögunum við Stjörnuna, varð fyrir miklu áfalli á föstudaginn þegar önnur hásin hans slitnaði á æfingu. Atli Rúnar leikur þar með ekkert með Stjörnunni á næstunni en hann lék sinn fyrsta leik...

Stórsigur CSKA og sæti í 8-liða úrslitum er í höfn

Seinni leikurinn í tvíhöfðanum á milli liðanna CSKA og Podravka í B-riðli Meistaradeildar kvenna í handknattleik fór fram í gærkvöldi og um var að ræða heimaleik Podravka-liðsins sem er frá Króatíu. Rússneska liðið, sem lenti í erfiðleikum með...
- Auglýsing-

Dagskráin: Tveir leikir í kvöld

Tveir leikir fara fram á Íslandsmótinu í handknattleik í kvöld. Báðar viðureignir eru liður í Olísdeild kvenna. Vestmannaeyjar: ÍBV - Haukar, kl. 18 - sýndur á Stöð2Sport.TM-höllin: Stjarnan - Fram, kl. 19.30 - sýndur á Stöð2Sport. Staðan í Olísdeild kvenna. Eftir leiki...

Þeir efnilegu skrifa undir samning á Ásvöllum

Á dögunum framlengdu ungir og efnilegir handknattleiksmenn hjá Haukum samninga sína við félagið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Handknattleiksdeild Hauka. Um er að ræða Jakob Aronsson, Jón Karl Einarsson, Kristófer Mána Jónasson, Magnús Gunnar Karlsson, Þorfinn Mána Björnsson...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18335 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -