- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bikarleik kvöldsins frestað

Að tilmælum Almannavarna hefur leik Hauka og Selfoss í 32 liða úrslitum Coca-Cola bikars karla í handknattleik sem fram átti að fara í Schenkerhöllinni í kvöld verið frestað um ótiltekinn tíma. Eins og kom fram í frétt handbolta.is...

Standa þétt á bak við Hauk

Talant Dujshebaev, þjálfari pólska handknattleiksliðsins Vive Kielce, og leikmenn liðsins senda Hauki Þrastarsyni stuðnings- og baráttukveðjur á Facebook-síðu liðsins í morgun. Staðfest var í gær að fremra krossband í vinstra hné Hauks er slitið og verður hann af þeim...

Allt stefnir í handboltahlé

Flest bendir til þess að æfingar og keppni í handknattleik falli niður næstu tvær vikur hið minnsta, ef marka má viðtal við Víði Reynisson yfirlögregluþjón í hádegisfréttum Bylgjunnar fyrir stundu. Þar sagði Víðir að í undirbúningi væru tillögur...

Byrja ekki fyrr en í desember

Keppni í norsku C-deildinni, 2. deild, í handknattleik karla og kvenna hefst ekki fyrr en í fyrsta lagi í desember samkvæmt því sem norska handknattleikssambandið ákvað í gær. Síðsumars var tilkynnt að reynt yrði að hefja keppni í lok...
- Auglýsing-

Bikarslagur á Ásvöllum

Blásið verður til leiks í fyrstu umferð Coca Cola-bikars karla í kvöld þegar Olísdeildarliðin Haukar og Selfoss mætast í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Ráðgert er að leikurinn hefjist klukkan 19.30. Því miður verður áhorfendum ekki heimill aðgangur að leiknum en...

Kapphlaup Guðmundar og Kristjáns

Guðmundur Bragi Ásþórsson hefur skorað 13 mörk að meðaltali í leik með ungmennaliði Hauka það sem af er keppnistímbilinu í Grill 66-deild karla. Honum hafa hreinlega ekki haldið nein bönd. Sömu sögu má segja um Kristján Orra Jóhannsson, leikmann...

Molakaffi: Appelgren frá út árið, Sagosen og Hansen

Þýska handknattleiksliðið Rhein-Neckar Löwen, sem Alexander Petersson og Ýmir Örn Gíslason leika með, verður án annars markvarðar síns,  Mikael Appelgren, það sem eftir lifir árs. Appelgren er meiddur á öxl og þarf að gangast undir aðgerð til að fá...

„Íslenski krafturinn“ hjá Aue – myndskeið

Endurkoma Sveinbjörns Péturssonar í markið hjá þýska 2. deildarliðinu EHV Aue vakti athygli þýsku sjónvarpsstöðvarinnar MDR um helgina. Stöðin gerði flotta frétt um komu „Bubi“ eins og hann er kallaður og þrumuskot Arnars Birkis Hálfdánssonar sem einnig gekk...
- Auglýsing-

Fjórði hjá Neista og annar hjá KÍF- myndskeið

Eins og kom fram á handbolti.is í gærkvöld þá vann Neistin í Færeyjum sinn fjórða leik í röð undir stjórn Arnars Gunnarssonar þegar liðið lagði STíF í úrvalsdeildinni í gærkvöld, 30:24, í Skálum. Neistin er efstu í deildinni og...

Viktor hafði betur gegn Ágústi

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG höfðu betur í rimmu sinni við Ágúst Elí Björgvinsson og samherja hans í KIF Kolding í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld, 32:21. Aldrei lék vafi á hvort liðið væri sterkara. Að...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18158 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -